Tilkynningar

Ný reglugerð um hrognkelsaveiðar

9.3.2012

 

Sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð nr.
165/2012
, um hrognkelsaveiðar.

Helstu breytingar frá fyrri reglugerð um sama efni eru :

- að leyfileg veiðitímabil eru nú mismunandi fyrir einstök veiðisvæði.


- að hrognkelsaafli skuli vera meirihluti afla í einstökum löndunum,
   miðað við þorskígildi. Verði hrognkelsaafli ítrekað minni hluti afla
   er Fiskistofu heimilt að svipta skip leyfi til hrognkelsaveiða.


- að nú er, til viðbótar lágmarksstærðar, sett hámark á möskvastærð í
   grásleppunetum.


- að óheimilt er að hefja veiðar með yfirtöku hrognkelsaneta í sjó.
   Merking veiðarfæra skal að fullu frágengin í landi áður en veiðar með
   hrognkelsanetum hefjast.

Þá vill Fiskistofa vekja athygli skipstjóra á reglum um númeramerkingar og
drátt grásleppuneta.

Samkvæmt gildandi reglugerð um hrognkelsaveiðar er skylt að númera
netatrossur sem hver bátur á í sjó frá einum til þess fjölda trossa, sem
hann á í sjó. Brot á þessu varða áminningu eða sviptingu veiðileyfis.

Einnig er minnt á að grásleppunet skulu dregin eigi síðar en 6 sólarhringum
eftir að þau eru lögð í sjó. Frá þessu má aðeins víkja ef veður hamlar
sjósókn með þeim hætti að ekki reynist unnt að vitja neta. Vakinn er
athygli á því að samkvæmt reglugerðinni skal skipstjóri tilkynna Fiskistofu
um það ef grásleppunet liggja lengur en 8 sólarhringa án þess að hafa verið
dregin. Hægt er að tilkynna um þetta í síma Fiskistofu, eða á
„Ábending/fyrirspurn“ hnappinn hér á heimasíðu Fiskistofu. Brot varða
áminningu eða sviptingu veiðileyfis.


Finna skip

Tungumál síðu
banner5
Þetta vefsvæði byggir á Eplica