Tilkynningar

Nýjar reglur um viðbótarúthlutun í makríl

2.8.2019

Birt hefur verið reglugerð nr. 711/2019 um ráðstöfun 4.000 lesta af viðbótaraflaheimildum í makríl um úthlutun. Helstu breytingar eru þær að krafa um veiðar á 80% af úthlutuðu aflamarki hefur verið felld niður og krafa um 80% af úthlutuðum viðbótarheimildum hefur verið lækkuð í 50%. Þær umsóknir sem þegar hafa borist munu verða afgreiddar eftir nýju reglunum. 

Í pottinum eru 4.000 tonn og greiða skjal gjald fyrir úthlutaðar heimildir sem nemur 3,55 kr/kg og hámarksúthlutun er 35 tonn. 

Eyðublað fyrir umsókn um úthlutun   

Nánari upplýsingar um þær reglur sem gilda: 

Samkvæmt reglugerðinni viðbótarúthlutun fyrir báta sem ætlunin er að stundi makrílaveiðar með línu og handfæri. 

Bátar þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði við afgreiðslu umsóknar: 

 • Skipið sé í B-flokki 

 • Báturinn hafi veitt 50% af úthlutuðum viðbótaraflaheimildum 

 • Báturinn hafi veiðileyfi með aflamarki eða krókaaflamarki. 

  

Svona fer viðbótarúthlutun fram: 

 • Heimilt er að úthluta allt að 35 lestum í senn á hvern bát 

 • Gjald fyrir viðbótarúthlutun er 3,55 kr/kg (að auki verður veiðigjald innheimt síðar eins og fyrir annan afla í samræmi við reglur þar að lútandi) 

 • Úthlutað verður vikulega á meðan viðbótaraflaheimildum er óráðstafað 

 • Umsóknir þurfa að berast fyrir lok föstudags 

 • Umsóknir eru afgreiddar fyrsta virka dag vikunnar eftir og greiðsluseðlar sendir í heimabanka. Greiða þarf fyrir viðbótaraflaheimildina fyrir lok annars virka dags vikunnar. 

 • Úthlutun fer fram í kjölfarið. 

 • Viðbótaraflaheimildir eru óframseljanlegar 

  

Úthlutun fer fram vikulega: 

 • Umsóknarfrestur er til loka föstudags 

 • Greiðsluseðlar eru sendir út á fyrsta virka dag næstu viku og greiða þarf í heimabanka fyrir fengna úthlutun fyrir lok annars virks dags. 

 • Viðbótarúthlutun skráist á skip þriðja virka dag. 

  

Eyðublað fyrir umsókn um úthlutun 

Umsóknin sendist á fiskistofa@fiskistofa.is 


Finna skip

Tungumál síðu
banner4
Þetta vefsvæði byggir á Eplica