Tilkynningar

Nýjung á vef Fiskistofu

7.6.2017

Nú er hægt að skoða stöðuna á aflamarki og afla hjá fiskiskipum fyrir hvaða dag fiskveiðiársins sem er en ekki einungis núverandi stöðu.  Svona er það gert:

  • Velja skip undir "Finna skip"
  • Velja aflamark og fiskveiðiárið sem skoða á í valmynd hægra megin
  • Velja dagsetningu í reitinn "Aflamarksstaða þann" og  klikka á "Excel
  • Fram kemur Excel-skjal með aflamarksstöðu allra kvótategunda skipsins fyrir valinn dag.
Meðal kosta sem þessi nýjung hefur er að  útgerðir  geta  nú fengið upp aflamarksstöðu við áramót vegna bókhalds og skattaframtals.


Fiskistofa minnir ennfremur á  tvær nýlegar endurbætur á vefnum:

  • Undir "Landanir" er hægt að skoða endurvigtunarnótur sem sýna meðal annars ísprósentu í aflanum.
  • Á upplýsingasíðunni um einstök skip -  "Um skip" - er hægt að velja "Birta skipasögu" og skoða  þar sögu skipsins, þ.e. breytingar á nafni, heimahöfn, útgerðarflokki, útgerðum  og  eigendum.

Finna skip

Tungumál síðu
banner6
Þetta vefsvæði byggir á Eplica