Tilkynningar

Nýjung í millifærslum á aflamarki

12.12.2017

Fiskistofa hefur komið á laggirnar nýju rafrænu millifærslukerfi til að flytja aflamark milli báta skyldra sem óskyldra aðila.  Kerfið er gert með það fyrir augum að einfalda núverandi fyrirkomulag og svipar til millifærslna af reikningum í gegnum heimabanka.

Prókúruhafi útgerðar veitir einstaklingi (einum eða fleirum) umboð fyrir hönd útgerðar til að flytja aflamark af skipum útgerðarinnar.  Þetta er gert í gegnum vefinn www.island.is einu sinni í upphafi en síðan auðkenna þeir sig sem  umboð hafa með rafrænni auðkenningu í gegnum snjallsíma eða með íslykli. Sjá leiðbieningar um notkun kerfisins:

Leiðbeiningar um rafrænar millifærslur aflamarks

Allar millifærslur sem fólk færir ekki rafrænt verður áfram að senda á millifaerslur@fiskistofa.is.

Ekkert gjald fram að áramótum

Fram að áramótum verða færslur í kerfinu gjaldfrjálsar en núverandi gjald fyrir millifærslu á aflamarki er 4.100 kr.  Þann 2. janúar verður byrjað að taka hóflegt gjald fyrir færslur sem framkvæmdar eru í rafræna kerfinu,  Gjald fyrir færslur sem færðar verða á gamla mátann hækkar lítillega eða sem nemur vísitöluhækkun.

Jöfn skipti, makríll og hlutdeildafærslur áfram með gamla laginu

Ekki er hægt að framkvæma jöfn skipti á aflamarki milli  aflamarks- og krókabáta, færa makrílheimildir eða flytja aflahlutdeildir í rafræna kerfinu.

Útgerð annar en eigandi skips

Sérstök athygli er vakin á að útgerðaraðili skips hefur fullar heimildir til að millifæra af skipinu nema eigandi takmarki heimildir hans með sérstakri beiðni til Fiskistofu. Eigendur sem leigja báta sína til útgerðaraðila með takmörkun á notkun kvóta sem á bátnum er þurfa að tilkynna slíkt til Fiskistofu. Ekki verður þá hægt að gera rafrænar færslur í þeim tilvikum, heldur verður að senda beiðni um aflamarksfærslur beint til skrifstofu Fiskistofu á netfangið millifaerslur@fiskistofa.is


Finna skip

Tungumál síðu
banner3
Þetta vefsvæði byggir á Eplica