Tilkynningar

Nýr yfirmaður upplýsingatækni

28.4.2020

Sigurjón Friðjónsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Fiskistofu.

Sigurjón hefur starfað hjá Þjóðskrá Íslands frá árinu 2008, fyrst sem sem sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs og síðar sem sviðsstjóri þróunarsviðs. Áður hafði hann starfað við hugbúnaðarþróun, ráðgjöf, sem tæknilegur sérfræðingur og við rekstrarþjónustu hjá Tölvuskjölun á árunum 2000-2008.

Sigurjón lauk meistaragráðu í tölvunarfræði frá ríkisháskóla Kaliforníu (California State University) árið 1996 og BA-gráðu í tölvunarfræði frá sama skóla árið 1990.

Fiskistofa hefur það meginhlutverk að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálfbæra nýtingu hafs og vatna. Fiskistofa leggur áherslu á að nýta upplýsingatækni á skilvirkan hátt og veita viðskiptavinum sínum aðgang af rafrænum lausnum í rauntíma eftir því sem við verður komið.

Fiskistofa er með starfsstöðvar á sex stöðum á landinu og mun Sigurjón hafa aðsetur í höfuðstöðvum Fiskistofu á Akureyri.

Sigurjón er giftur Önnu Völu Arnardóttur, leikskólakennara, og eiga þau þrjú börn.


Finna skip

Tungumál síðu
banner6
Þetta vefsvæði byggir á Eplica