Ólögmætur afli á strandveiðum í maí
Hver strandveiðibátur
hefur heimild til að fara 12 veiðiferðir í mánuði og má veiða 650 þorskígildis kg í
hverri veiðiferð, fyrir utan ufsa sem er landað í VS.
Þegar bátur veiðir meira
en 650 ÞÍG kg verður sá afli ólögmætur sjávarafli en er engu síður dreginn frá heildaraflaheimildum á strandveiðum.
Alls veiddu 315 bátar umfram 650 ÞÍG kg, alls
rúmlega 37 tonn og munu útgerðir þeirra greiða rúmlega 8,6 milljonir króna í ríkissjóð.
Hér má sjá lista yfir þá 10 báta sem veiddu mestan umframafla í maí en útgerðir þessara 10 útgeraða greiða samanlagt rúmlega 1,1 milljón í ríkissjóð af þeim 8,6 milljonum sem þangað renna frá strandveiðisjómönnum.
Skipaskrnr. | Skip | Svæði | Umframafli (kg) |
---|---|---|---|
7694 | Bára BA 30 | SA | 676 |
6094 | Hrólfur AK 29 | SA | 589 |
1906 | Unnur ÁR 10 | SD | 514 |
2794 | Arnar ÁR 55 | SD | 481 |
2597 | Benni SF 66 | SD | 407 |
6037 | Án BA 92 | SA | 372 |
2014 | Nökkvi ÁR 101 | SD | 360 |
7702 | Þröstur BA 48 | SA | 363 |
7668 | Blíðfari ÍS 5 | SA | 361 |
6877 | Píla BA 76 | SA | 358 |