Tilkynningar

Grásleppa: opið fyrir umsóknir í Ugga

4.3.2020

Nú hefur Fiskistofa opnað fyrir umsóknir grásleppuveiðileyfa í Ugga. Ný reglugerð hefur verið gefin út nr. 165/2020 og einhverjar breytingar verða á umsóknarferlinu í kjölfarið. 


Smelltu hér til að nálgast reglugerð

Veiðileyfið gildir fyrir allt landið, ekki er skipt niður í svæði. Hins vegar er fjöldi hólfa lokuð og vert er að kynna sér þau vel í ofangreindri reglugerð. Þá má ekki hefja veiðar í Breiðafirði innri fyrr en 20. maí.

Í umsókninni er óskað eftir upplýsingum um síðustu vertíð, hversu mikið af hrognum var selt og andvirði þess. Krafan um þetta hefur nú verið felld niður í reglugerðinni.  Umsóknin fer ekki í gegn nema skráð sé tala í þessa reiti.  Fiskistofa óskar eftir að umsækjendur skrái 0 í reitina. Það má ekki vera punktur, komma eða bókstafir.  

Smelltu hér til að sækja um

Sækja þarf um fyrir kl. 15:00 á virkum degi ef hefja á veiðar næsta dag eða fyrir kl. 15:00 á föstudegi ef hefja skal veiðar næsta mánudag.

Þegar umsókn um grásleppuveiðileyfi hefur verið samþykkt verður til greiðsluseðill sem birtist í heimabanka umsækjanda.  Óski aðili þess að grásleppuveiðileyfi taki gildi næsta virka dag frá móttöku greiðsluseðils er mikilvægt að greiðsluseðlarnir séu greiddir fyrir klukkan 21.00 (bankaafgreiðslutími) daginn áður.  Fari greiðsla fram eftir kl. 21 tekur leyfið ekki gildi fyrr en á öðrum degi frá greiðslunni. Þá tekur leyfi ekki gildi fyrr en næsta þriðjudag fari greiðsla fram eftir kl. 21 á föstudegi. Fari greiðsla fram um helgi, á almennum frídegi eða eftir kl. 21 á virkum degi tekur leyfið ekki gildi fyrr en á öðrum virkum degi eftir að greiðsla fór fram.
Finna skip

Tungumál síðu
banner3
Þetta vefsvæði byggir á Eplica