Tilkynningar

Rafrænar millifærslur á aflamarki

1.3.2019

Fiskistofa vekur athygli á því að á næstu dögum verður eldra rafræna kerfið sem leyfir millifærslur  milli eign skipa gegn árgjaldi lagt niður og lokað verður fyrir þá þjónustu.  Þetta er í samræmi við  fyrri tilkynningar frá í haust og um áramót þar sem þessi breyting var boðuð.

Þær útgerðir sem hafa nýtt sér þetta eldra kerfi þurfa því að flytja sig yfir í nýja rafræna millifærslukerfið þar sem hægt er að millifæra rafrænt bæði milli eigin skipa og til óskyldra aðila.  Gjaldtaka í því kerfi er fyrir hverja færslu.

Leiðbeiningar og aðgangsgátt að nýja  rafræna millifærslukerfinu:

Leiðbeiningar

Tengjast kerfinu


Finna skip

Tungumál síðu
banner6
Þetta vefsvæði byggir á Eplica