Rafræn skil á afladagbók
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð nr. 298/2020 um skráningu og rafræn skil aflaupplýsinga. Með reglugerðinni verður skylt frá og með næstu fiskveiðiáramótum að skila aflaupplýsingum með rafrænum hætti, annaðhvort með því að skila í gegnum rafræna afladagbók eða í gegnum smáforrit („app“) sem Fiskistofa hefur þróað.
Við hvetjum eindregið til að útgerðir sem hingað
til hafa skilað afladagbók á pappír taki upp afladagbókar appið þegar í stað. Aðgangur að appinu er ókeypis.
Eldri frétt með leiðbeiningum um uppsetningu appsins
Með nýju reglugerðinni verða allar skráningar í afladagbók rafrænar en reglur um það hvað skal skrá verða óbreyttar. Sérstaklega er minnt á að ská meðafla eins og sjávarspendýr og sjófugla í þessu samhengi. Útgerðir bera ábyrgð á skilum og skal aflaskráningu og skilum með rafrænum hætti vera lokið áður en lagst er að bryggju að lokinni veiðiferð.