Tilkynningar

Þjonusta og rétt opinber skráning

12.3.2018

Skráning á eignarhaldi, útgerðaraðild og lögheimili

Athygli viðskiptavina er vakin á því að héðan í frá mun Fiskistofa eingöngu byggja á þeim upplýsingum um einstaklinga, lögaðila og skip sem skráðar eru í opinberar skrár, s.s. þjóðskrá, fyrirtækjaskrá og skipaskrá.

Fiskistofa heldur ekki eigin skrá um þau atriði sem fram koma í þeim opinberu skrám. Telji einhverjir sig eiga rétt sem ekki er skráður í opinberar skrár, en rétturinn tengist þeim málefnum sem Fiskistofa annast stjórnsýslu á, þarf hann eftir atvikum að sanna þann rétt, t.a.m. með framlagningu þinglýstra skjala.

Áreiðanleg þjónusta við afgreiðslu á  millifærslum

Þá vekur Fiskistofa athygli á afgreiðslutíma umsókna um staðfestingu á flutningi á aflahlutdeildum og aflamarki. Stofnunin leitast við að hraða afgreiðslu slíkra umsókna eins og kostur er, en verður um leið að hafa í huga að um er að ræða mikilsverð réttindi sem í mörgum tilvikum hafa verulegt fjárgildi.

Fiskistofa miðar við að afgreiðsla umsókna af þessu tagi taki ekki meira en tvo virka daga frá því að umsókn með fullnægjandi fylgiskjölum berst til stofnunarinnar. Í þessu samhengi er þó minnt á rafrænt millifærslukerfi fyrir aflamark þar sem færslurnar eiga sér stað samstundis.


Finna skip

Tungumál síðu
banner6
Þetta vefsvæði byggir á Eplica