Tilkynningar

Skipti á aflamarki - tilboð óskast

9.3.2020

Samkvæmt 5. gr. reglugerðar nr. 674/2019, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2019/2020, með síðari breytingum, auglýsir Fiskistofa eftir tilboðum í skipti á aflamarki.

Í boði er neðangreint aflamark, í tilgreindri tegund, í skiptum fyrir aflamark í þorski. Við mat á tilboðum er stuðst við meðalverð aflamarks síðasta mánaðar.

Viðmiðunarverð síðasta mánaðar: þorskur 271,33 kr/kg

Tilboðsmarkaðurinn opnar klukkan 8:00 þriðjudaginn 10. mars 2020. Ekki er gerð krafa um lágmarkstilboð.

Athugið að samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu ber að greiða 11.300 krónur fyrir hverja úthlutun aflaheimilda á tilboðsmarkaði. Þannig ber tilboðsgjafa að greiða þá upphæð fyrir hvert tilboð sem tekið er að fullu eða að hluta.

Fisktegund Þíg Aflamark  
Humar 9,20      3.490 kg
Þorskur í norskri lögsögu
1,00
 143.010 kg
Þorskur í rússneskri lögsögu
1,00  188.420 kg

 

Eingöngu er unnt að gera tilboð í gegnum UGGA, upplýsingagátt Fiskistofu. Tilboðasmarkaðinn má finna undir Umsóknir/Þjónusta. Vakin er athygli á að Ugginn sendir sjálfkrafa staðfestingu um móttöku tilboðs. Tilboð telst ekki gilt nema slík staðfesting hafi borist.

Afturköllun tilboða eftir að umsóknarfrestur er runninn út er óheimil. Að gefnu tilefni er rétt að benda bjóðendum á að skv. 3. mgr. 5. gr. reglugerðar 630/2017 sem fjallar um þennan tilboðsmarkað, eru það eingöngu bjóðendur, ekki Fiskistofa, sem er heimilt að afturkalla tilboð svo lengi sem þeir gera það áður en tilboðsfrestur er liðinn. Því er mikilvægt að yfirfara tilboð vel áður en því er skilað og skoða tilboðið undir „Málin mín“ í UGGA eftir að tilboðinu hefur verið skilað til að tryggja að allt sé rétt. Ef mistök hafa átt sér stað við tilboðsgerð þá getur bjóðandi afturkallað tilboðið í UGGA allt þar til tilboðsfrestur rennur út.

Frestur til að skila tilboðum er til kl. 16:00 þriðjudaginn 17. mars 2020


Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica