Tilkynningar

Skiptiborðið bara opið á morgnana

27.4.2020

Skiptiborð Fiskistofu verður einungis opið frá klukkan 8:30 til  12:00 nú um sinn vegna faraldursins.

Þeim  sem þurfa að ná sambandi við okkur um eftirmiðdaginn er bent á að senda tölvupóst á fiskistofa@fiskistofa.is og bera upp erindið.  Við munum reyna að bregðast samdægurs við öllum erindum sem berast fyrir klukkan 15:30.

Minnum á að afgreiðslur Fiskistofu eru lokaðar

 

Viðskiptavinum og samstarfsaðilum Fiskistofu er bent á að allar starfsstöðvar Fiskistofu eru lokaðar fyrir utanaðkomandi á meðan veirufaraldurinn gengur yfir.

Við leggjum áherslu á að veita góða fjarþjónstu á meðan.

Við minnum á fjölþætta rafræna þjónustu sem  aðgengi er að í gegnum  vef Fiskistofu. 

Starfsmenn Fiskistofu eru ennfremur vel í stakk búnir til að eiga fjarfundi með aðilum eftir þörfum.

 


Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica