Strandveiðibátar sviptir veiðileyfi
Í dag, 8. ágúst 2018, hefur Fiskistofa svipt eftirtalda báta strandveiðileyfi þar sem útgerðirnar hafa ekki staðið skil á álagningu vegna umframafla í strandveiðum í maí 2018.
Sviptingin tekur gildi í kvöld og bátunum er óheimilt að halda til veiða frá og með fimmtudeginum 9. ágúst.
Til þess að aflétta
sviptingunni þurfa útgerðir að greiða álagt gjald skv. greiðsluseðli.
Til þess
að flýta fyrir afléttingu er útgerðum bent á að senda afrit af kvittun fyrir
greiðslunni á fiskistofa@fiskistofa.is.
Séu staðin skil á álagningunni með greiðslu í
bankakerfinu í dag, 8. ágúst, er mögulegt að Fiskistofa aflétti sviptingunni á
skrifstofutíma í dag.
Sviptingu yrði aflétt í fyrramálið eftir kl. 8:00 vegna greiðslna sem berast eftir kl. 16. í dag, 8. ágúst. Sviptum bátum er ekki heimilt að halda til veiða.
Fiskistofa hefur svipt eftirtalda báta strandveiðileyfi: