Tilkynningar

Tilboðsmarkaður frá 9. júlí stöðvaður

26.7.2019

Hinn 9. júlí sl. birtist á vef Fiskistofu auglýsing með vísan til 5. gr. reglugerðar nr. 674/2018 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2018/2019 með síðari breytingum. Með auglýsingunni var óskað eftir tilboðum í skipti með aflamark í þorski á aflamarki í makríl. Fram kom í auglýsingunni að þar sem langt væri liðið á fiskveiðiárið og farið að þrengjast um aflamark væri að þessu sinni heimilt að bjóða fram þorskaflamark fiskveiðiársins 2019/2020 í skiptum fyrir makríl. Frestur til að skila tilboðum var til kl. 16:00 miðvikudaginn 17. júlí 2019

ANR barst erindi um að framkvæmdin á tilboðsmarkaðinum væri ekki lögmæt þar sem forsenda þess að geta átt viðskipti á skiptimarkaði sé að viðkomandi aðili hafi yfir aflamarki að ráða. ANR vísaði málinu til Fiskistofu og í kjölfarið hefur Fiskistofa ákveðið að stöðva tilboðsmarkaðinn frá 9. júlí.

Nýr skiptimarkaður verður auglýstur eins fljótt og möguleiki er á. 


Finna skip

Tungumál síðu
banner6
Þetta vefsvæði byggir á Eplica