Tilkynningar

Galli í afladagbókarappi í Android

7.4.2020

 

Komið hefur í ljós galli í afladagbókarappinu fyrir Android notendur. Gallinn felur það í sér að notandi þarf að samþykkja að appið fái aðgang að myndum, efni og skrám í tækinu. Ástæðan fyrir þessu er að Google er búin að breyta stöðlum síðan appið var búið til og prófað. Búið að er að óska eftir samþykki fyrir nýrri útgáfu hjá Google og er von er á samþykki á næstu dögum.

 

Notendum Android farsíma sem þess óska er bent á að nota afladagbók í bókarformi þar til ráðin hefur verið bót á gallanum.

 

Fiskistofa mun birta upplýsingar um úrbætur á vefsíðu sinni um leið og lausn er klár. 

 


Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica