Umsókn um álaveiðar til eigin neyslu
Veiðibann en takmörkuð veiði til eigin neyslu er leyfð
Allar álaveiðar eru óheimilar í sjó, ám og vötnum á Íslandi samkvæmt nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiskistofu til álaveiða til eigin neyslu skv. reglugerð nr. 408/2019.
Ef áll veiðist í lax- eða silungsveiði er skylt að sleppa honum. Öll sala og markaðsfærsla á íslenskum ál og álaafurðum er bönnuð.
Leyfi til veiða vegna eigin neyslu
Fiskistofa getur veitt leyfi til takmarkaðra veiða á áli til eigin neyslu þar sem veiðar hafa verið eða verða stundaðar sem búsílag. Leyfi eru bundin því skilyrði að allur afli sé skráður og að Fiskistofu verði sendar árlega skýrslur um sókn og afla.
Umsóknarfrestur vegna ársins 2021 er til og með 1. apríl nk.
Umsókn um álaveiðar til eigin neyslu
Skila skal umsóknum til fiskistofa@fiskistofa.is
Að undangenginni skoðun á umsókn til álaveiða verður gefið út leyfi til umsóknaraðila þar sem fram koma skilyrði fyrir veiðunum.