Tilkynningar

Úthlutun á makríl 2017

19.4.2017

Samkvæmt reglugerð 295/2017 um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2017, hefur Fiskistofa skipt 157.535 tonnum sem til ráðstöfunar samkvæmt 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar. Úthlutunina má sjá hér .

Fiskistofa vill vekja athygli á að ekki er heimilt að hefja makrílveiðar nema að fengnu sérstöku veiðileyfi hjá Fiskistofu. Umsóknir um veiðileyfi skulu gerðar í UGGA, upplýsingagátt Fiskistofu. Hægt er að opna UGGA hér .

Opnað verður fyrir umsóknir um makrílveiðileyfi mánudaginn 24. apríl 2017 klukkan 8:00. Samkvæmt reglugerð er mögulegt að sækja um leyfi til loka veiðitímabilsins 31. desember 2017.

Til að auka gagnsæi við makrílúthlutun hefur Fiskistofa tekið saman upplýsingar um úthlutunina og flutning veiðireynslu milli skipa. Skjalið sýnir úthlutunina fyrir  árið 2017 og frá hvaða skipi veiðireynslan er kominn. Þessar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur. Hægt er að opna skjalið hér .
Finna skip

Tungumál síðu
banner6
Þetta vefsvæði byggir á Eplica