Úthlutun byggðakvóta 2018/2019 (I)
Umsóknarfrestur fyrir neðangreind byggðarlög er til og með 14. febrúar 2019
Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. ákvæðum reglugerðar nr. 685/2018 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2018/2019.
Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í
neðanskráðum byggðarlögum, sbr. auglýsingu nr. 31/2019 í Stjórnartíðindum.
- Árborg (Stokkseyri, Eyrarbakki)
- Suðurnesjabær (Sandgerði og Garður)
- Skagaströnd, Norðurþing (Raufarhöfn og Kópasker)
- Langanesbyggð (Bakkafjörður og Þórshöfn)
- Hornafjörður
- Snæfellsbær (Arnarstapi, Hellissandur, Rif og Ólafsvík) og
- Blönduós
Eftirfarandi sveitarfélög hafa ákveðið að
byggðakvóta skuli úthlutað samkvæmt reglugerð ráðuneytisins nr. 685/2018 (þ.e. engar sérreglur):
- Borgarfjarðarhreppur (Borgarfjörður eystri)
- Djúpavogshreppur (Djúpivogur)
- Akureyrarbær (Grímsey og Hrísey)
- Grundarfjarðarbær (Grundarfjörður)
Umsóknargátt fyrir byggðakvóta
Leiðbeiningar:
Sækja skal um byggðakvóta í gegnum
gáttina hér að ofan. Til þess að opna umsóknareyðublaðið þarf að nota
kennitölu og íslykil útgerðarinnar. Fylla skal út allar upplýsingar sem
beðið er um.
Samningur um vinnslu afla skal vera undirritaður og staðfestur af sveitarfélagi.
Senda skal vinnslusamninginn á byggdakvoti@fiskistofa.is
Umsækjendur eiga þá að fá sjáflvirka svarsendingu með staðfestingu á móttöku vinnslusamningsins.
Umsókn er skilað í gegnum rafrænu umsóknargáttina. Vinnslusamningi skal skila í tölvupósti á byggdakvoti@fiskistofa.is
Umsóknarfrestur
er til og með 14. febrúar 2019