Úthlutun: makríll, kolmunni, NÍ-síld
Úthlutun á aflamarki í makríl, komunna og norsk-íslenskri síld
Samkvæmt reglugerð nr. 277/2020 um veiðar á makríl 2020 hefur Fiskistofa úthlutað 138.078 tonnum af makríl til skipa á grundvelli aflahlutdeilda.
Samkvæmt reglugerð nr. 276/2020 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1256/2019 um togveiðar á kolmunna hefur Fiskistofa úthlutað viðbótarúthlutun í kolmunna sem nemur 53.573 tonnum.
Samkvæmt reglugerð nr. 278/2020 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1255/2019, um stjórn veiða íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum árið 2020 hefur Fiskistofa úthlutað viðbótarúthlutun í norsk-íslenskri síld sem nemur sem nemur 14.185 tonnum.
Í samræmi við 1. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 674/2019 eru 5,3% dregin frá úthlutununum.
Hér er hægt að sjáskiptingu aflamarks og aflastöðu eftir þessar úthlutanir