Tilkynningar

Stórlax veiddur í grásleppunet

Í tilefni af frétt um veiði á stórlaxi í grásleppunet

21.5.2019

Vegna fréttar um veiði á stórlaxi í sjó vill Fiskistofa benda á að ekki má veiða lax í sjó.

Ef lax veiðist í veiðitæki í sjó skal sleppa honum strax aftur. Um þetta gildir 14. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði.

Ef lax veiðist í sjó sem ekki er lífvænlegur skal hann gerður upptækur, sbr 53. gr. laganna. Fiskistofa hefur vakið athygli lögreglu á nefndri frétt.


Finna skip

Tungumál síðu
banner4
Þetta vefsvæði byggir á Eplica