Tilkynningar

Veiðar á sæbjúgum og ígulkerum

27.8.2019

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerðir um breytta tilhögum veiða á  sæbjúgum og ígulkerum. 


Athygli er vakin á að úthlutað hefur veirð níu sæbjúgnaveiðileyfum til veiða á skilgreindum  veiðisvæðum og byggði úthultunin á  auglýsingu eftir umsóknum fyrr í mánuðinum.  Hægt er að sækja til ráðuneytisins um tímabundin leyfi til tilraunaveiða á sæbjúgum utan  skilgreindra veiðisvæða.
Einnig er vakin athygli á að leyfi til veiða á ígulkerum eru þrjú talsins á skilgreindum veiðisvæðum og hefur þeim verið ráðstafað á grundvelli aflareynslu í samræmi við reglugerðina. Heimilt er að sækja um tímabundin veiðileyfi til ráðuneytisins til tilraunaveiða utan skilgreindra veiðisvæða. 

Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica