Tilkynningar

Sviptingar og afturköllun vigtunarleyfa

22.8.2019

Svipting veiðiheimilda og afturköllun vigtunarleyfa 

Svipting veiðiheimilda 

Fiskistofa birtir upplýsingar um ákvarðanir um sviptingu veiðiheimilda sem teknar voru á árunum 2017, 2018 og hafa ekki áður verið birtar, og ákvarðanir um sviptingar það sem af er 2019. 

 

 • Blakkur BA 86, skipaskrárnúmer 7411. Útgerðaraðili: Friðrik Ólafsson. 

Með ákvörðun dags. 19.10.2017 svipti Fiskistofa ofangreint skip leyfi til veiða á grásleppu í 6 vikur frá og með útgáfu næsta grásleppuveiðileyfis vegna veiða án veiðileyfis. Sviptingin tók gildi frá og með 01.04.2018 til og með 08.05.2018 og 23.04.2019 til og með  26.04.2019. 

 

 • Gísli KÓ 10, skipaskrárnúmer 1909. Útgerðaraðili: Sælind ehf. 

Með ákvörðun dags. 19.10.2017 svipti Fiskistofa ofangreint skip leyfi til veiða á grásleppu í 1 viku frá og með útgáfu næsta grásleppuveiðileyfis vegna þess að merking veiðarfæra var ábótavant og vegna veiða án veiðileyfis. Sviptingin tók gildi frá og með 02.04.2019 til og með 08.04.2019. 

 

 • Helga Sæm ÞH 70, skipaskrárnúmer 2494. Útgerðaraðili Helga ÞH ehf. 

Með ákvörðun dags. 4.5.2018 svipti Fiskistofa ofangreint skip leyfi til veiða á grásleppu í 1 viku frá og með útgáfu næsta grásleppuveiðileyfis vegna brottkasts á fiski. Sviptingin tók gildi frá og með 20.03.2019 til og með 26.03.2019. 

 

 • Sæúlfur NS 38, skipaskrárnúmer 6821. Útgerðaraðili: Jökuheimar ehf. 

Með ákvörðun dags. 11.7.2018 svipti Fiskistofa ofangreint skip leyfi til veiða á grásleppu í 1 viku frá útgáfu næsta grásleppveiðileyfis vegna þess að net voru of lengi í sjó. Sviptingin hefur ekki tekið gildi. 

 

 • Pálmi ÍS 24, skipaskrárnúmer 6911. Útgerðaraðili: Hómgeir Pálmason. 

Með ákvörðun dags. 11.7.2018 svipti Fiskistofa ofangreint skip leyfi til veiða á grásleppu í 4 vikur frá og með útgáfu næsta grásleppuveiðileyfis vegna þess að net voru of lengi í sjó. Sviptingin tók gildi frá og með 01.04.2019 til og með 27.04.2019. 

 

 • Lágey ÞH 265, skipaskrárnúmer 2651. Útgerðaraðili: GPG Seafood ehf.  

Með ákvörðun dags. 19.7.2018 svipti Fiskistofa ofangreint skip leyfi til veiða á grásleppu í 1 viku frá og með útgáfu næsta grásleppuveiðileyfis vegna þess að merking veiðarfæra var ábótavant. Sviptingin tók gildi frá og með 27.03.2019 til og með 02.04.2019. 

 

 • Júlía Blíða SI 173, skipaskrárnúmer 2185. Útgerðaraðili: Reynir Karlsson 

Með ákvörðun dags. 19.7.2018 svipti Fiskistofa ofangreint skip leyfi til veiða á grásleppu í 1 viku frá og með útgáfu næsta grásleppuleyfis vegna þess að merking veiðarfæra var ábótavant. Sviptingin hefur ekki tekið gildi. 


 • Jökla ST 200, skipaskrárnúmer 7223. Útgerðaraðili: Gráðuvík sf.  

Með ákvörðun dags. 24.7.2018 svipti Fiskistofa ofangreint skip leyfi til veiða á grásleppu í 1 viku frá og með útgáfu næsta grásleppuleyfis vegna þess að net voru of lengi í sjó. Sviptingin tók gildi frá og með 21.03.2019 til og með 27.03.2019. 

 

 • Auðbjörg NS 200, skipaskrárnúmer 2282. Útgerðaraðili: Páll Ágústsson ehf. 

Með ákvörðun dags. 25.9.2018 svipti Fiskistofa ofangreint skip leyfi til strandveiða í 1 viku frá og með útgáfu næsta strandveiðileyfis vegna þess að landað var afla yfir viðmiðunarmörkum um leyfilegan afla á dag. Sviptingin tók gildi frá og með 2.5.2019 til og með 8.5.2019. 

 

 • Nóney BA 11, skipaskrárnúmer 1924. Útgerðaraðili: Magnús Sigurgeirsson ehf. 

Með ákvörðun dags. 2.10.2018 svipti Fiskistofa ofangreint skip leyfi til veiða á grásleppu í 1 viku frá og með útgáfu næsta grásleppuleyfis vegna þess að net voru of lengi í sjó. Sviptingin tók gildi frá og með 04.06.2019 til og með 10.06.2019. 

 

 • Kristleifur ST 82, skipaskrárnúmer 7096. Útgerðaraðili: Bjarnarból ehf. 

Með ákvöðun dags. 31.10.2018 svipti Fiskistofa ofangreint skip leyfi til veiða á strandveiðum í 1 viku frá og með útgáfu næsta strandveiðileyfis vegna þess að eigandi skipsins var ekki lögskráður á skipið. Sviptingin tók gildi frá og með 15.05.2019 til og með 21.05.2019. 

 

 • Vigri RE 71, skipaskránúmer 2184. Útgerðaraðili: Ögurvík ehf. 

Með ákvörðun dags. 2.11.2018 svipti Fiskistofa ofangreint skip leyfi til veiða í atvinnuskyni í 1 viku vegna brota á ákvæðum laga og reglna um mælingar á vinnslunýtingu um borð í skipum sem vinna afla um borð. Sviptingin tók gildi frá og með 24.12.2018 til og með 30.12.2018. 

 

 • Siggi afi HU 122, skipaskránúmer 2716. Útgerðaraðili: Siggi afi ehf. 

Með ákvörðun dags. 20.11.2018 var ofangreint skip leyfi til veiða í atvinnuskyni í 1 viku vegna brota á ákvæðum laga og reglna um afladagbækur. Sviptingin tók gildi frá og með 16.12.2018 til og með 22.12.2018. 

 

 • Guðmundur í Nesi RE 13, skipaskránúmer 2626. Útgerðaraðili: Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. 

Með ákvörðun dags. 20.12.2018 svipti Fiskistofa ofangreint skip leyfi til veiða í atvinnuskyni í 1 viku vegna brota á ákvæðum laga og reglna um mælingar á vinnslunýtingu um borð í skipum sem vinna afla um borð. Sviptingin tók gildi frá og með 28.12.2018 til og með 03.01.2019. 

 

 • Kleifaberg RE 70, skipaskrárnúmer 1360. Útgerðaraðili: Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. 

Með ákvörðun dags. 2.1.2019 svipti Fiskistofa ofangreint skip leyfi til veiða í atvinnuskyni í 12 vikur vegna brottkasts á fiski. Sviptingin átti að gilda frá og með 4.2.2019. Ákvörðunin var kærð til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem felldi úr gildi ákvörðun Fiskistofu um að svipta skipið leyfi til veiða í atvinnuskyni og vísað hluta málsins til nýrrar meðferðar Fiskistofu


 • Onni HU 36, skipaskránúmer 1318. Útgerðaraðili: Útgerðarfélagið Stekkur ehf.  

Með ákvörðun dags. 11.2.2019 svipti Fiskistofa ofangreint skip leyfi til veiða í atvinnuskyni í 1 viku vegna ónógra aflaheimilda í upphafi veiðiferðar. Sviptingin tók gildi frá og með 15.3.2019 til og með 21.3.2019. 

 

 • Mýrarfell ÍS 138, skipaskránúmer 2428. Útgerðaraðili: Mýrarfell útgerð ehf.  

Þann 15.2.2019 svipti Fiskistofa ofangreint skip leyfi til veiða í atvinnuskyni í 1 viku vegna veiða án veiðileyfis. Sviptingin tók gildi frá og með 15.3.2019 til og með 21.3.2019. 

 

 • Vilhelm Þorsteinsson EA 11, skipaskrárnúmer 2410. Útgerðaraðili: Samherji Ísland ehf.  

Með ákvörðun dags. 28.3.2019 svipti Fiskistofa ofangreint skip leyfi til veiða í atvinnuskyni í 1 viku vegna veiða án sérveiðileyfis. Sviptingin tók gildi frá og með 25.4.2019 til og með 1.5.2019.  

 

 • Hega Sæm ÞH 70, skipaskrárnúmer 2494. Útgerðaraðili Helga ÞH ehf.  

Með ákvörðun dags. 29.5.2019 svipti Fiskistofa ofangreint skip leyfi til veiða í atvinnuskyni í 4 vikur vegna ónógra aflaheimilda í upphafi veiðiferðar. Sviptingin átti að gilda frá og með 30.6.2019 til og með 27.7.2019 en hefur ekki tekið gildi. Ákvörðunin var kærð til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem frestaði réttáhrifum hennar á meðan kærumálið er til meðferðar. 

 

 • Ingi Rúnar AK 35, skipaskrárnúmer 6996. Útgerðaraðili: Útgerðarfélagið Lokinhamrar ehf. 

Með ákvörðun dags. 11.6.2019 svipti Fiskistofa ofangreint skip leyfi til veiða í atvinnuskyni í 1 viku vegna veiða án veiðileyfis. Sviptin átti að gilda frá og með 14.7.2019 til og með 20.7.2019 en hefur ekki tekið gildi. Ákvörðunin var kærð til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem frestaði réttaráhrifum hennar á meðan kærumálið er til meðferðar. 

 

 • Aron ÞH 105, skipaskrárnúmer 7361. Útgerðaraðili: Knarrareyri ehf.  

Með ákvörðun dags. 11.6.2019 svipti Fiskistofa ofangreint skip leyfi til veiða á grásleppu í 1 viku frá og með útgáfu næsta grásleppuleyfis vegna þess að net voru of lengi í sjó. 


Afturköllun vigtunarleyfa 

Eftirfarandi heimildir sem gefnar hafa verið út á grundvelli 2. mgr. 6. laga nr. 57/1996 hafa verið afturkallaðar á árinu 2019 á grundvelli 17. gr. laganna. 

Toppfiskur ehf. Með ákvörðun dags. 8.1.2019 afturkallaði Fiskistofa heimavigtunarleyfi ofangreinds aðila að Hafnargötu 2-4 á Bakkafirði frá og með 10.2.2019. 

Fiskvinnslan Kambur hf. Með ákvörðun dags. 30.1.2019 afturkallaði Fiskistofa endurvigtunarleyfi ofangreinds aðila að Óseyrarbraut 17 í Hafnarfirði frá og með 2.3.2019. Ákvörðunin var kærð til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. 

Jakob Valgeir ehf. Með ákvörðun dags. 5.2.2019 afturkallaði Fiskistofa endurvigtunarleyfi ofangreinds aðila að Grundarstíg 5 á Bolungarvík frá og með 10.3.2019. Ákvörðunin var kærð til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem frestaði réttaráhrifum hennar á meðan kærumálið er til meðferðar. 

Fiskmarkaður Patreksfjarðar ehf. Með ákvörðun dags. 11.3.2019 afturkallaði Fiskistofa endurvigtunarleyfi ofangreinds aðila að Þórsgötu 9 á Patreksfirði frá og með 10.4.2019. 

K og G ehf. Með ákvörðun dags. 12.3.2019 afturkallaði Fiskistofa endurvigtunarleyfi ofangreinds aðila í Hrísey frá og með 15.4.2019. 

Síldarvinnslan hf. Með ákvörðun dags. 15.4.2019 afturkallaði Fiskistofa heimavigtunarleyfi ofangreinds aðila að Hafnarnausti 6 Neskaupsstað frá og með 17.5.2019. 

Stakkavík ehf. Með ákvörðun dags. 6.5.2019 afturkallaði Fiskistofa endurvigtunarleyfi ofangreinds aðila að Bakkalág 15b í Grindavík frá og með 3.6.2019. Ákvörðunin var kærð til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem frestaði réttaráhrifum hennar á meðan kærumálið er til meðferðar. 

Nöfn skipa og útgerðaraðila miðast við dagsetningu ákvörðunar Fiskistofu en þau kunna að hafa tekið breytingum. 


Veiðileyfissviptingar vegna vanskila á afladagbók 

Eftirfarandi skip hafa verið svipt veiðileyfi vegna vanskila á afladagbók, skv. 1. mgr. 17. gr. laga nr. 116/2006: 

 8. apríl sl. svipti Fiskistofa neðangreind skip leyfi til veiða í atvinnuskyni,  vegna vanskila á afladagbókarfrumriti vegna veiða skipanna í febrúar 2019.   

 • Rán GK 91, skipaskránúmer 1921. 


9. maí sl. svipti Fiskistofa neðangreind skip leyfi til veiða í atvinnuskyni,  vegna vanskila á afladagbókarfrumriti vegna veiða skipanna í mars 2019. 

 • Elín BA 58, skipaskránúmer 2657. 

 • Guðrún GK 90, skipaskránúmer 2398.  

 • Þorsteinn ÞH 115, skipaskránúmer 926.  

 • Glettingur NS 100, skipaskránúmer 2666.  

 • Sveinbjörg  ÁR 49, skipaskránúmer 1836. 


11. júní sl. svipti Fiskistofa neðangreind skip leyfi til veiða í atvinnuskyni,  vegna vanskila á afladagbókarfrumriti vegna veiða skipanna í apríl 2019.  

 • Elín BA 58, skipaskránúmer 2657.  
 • Valþór GK 123, skipaskránúmer 1081.  

 • Sigrún ÍS 37, skipaskránúmer 7147.  

 • Blakkur BA 86, skipaskránúmer 7411.  

 • Óskar III ST 40, skipaskránúmer 6593.  

 • Sandvík GK 73, skipaskránúmer 6936.  

 • Onni HU 36, skipaskránúmer 1318.  

 • Brimfaxi EA 10, skipaskránúmer 6795.  

 • Davíð NS 17, skipaskránúmer 1847.  

 • Þorsteinn VE 18, skipaskránúmer 2157. 

 
8. júlí sl. svipti Fiskistofa neðangreind skip leyfi til veiða í atvinnuskyni,  vegna vanskila á afladagbókarfrumriti vegna veiða skipanna í maí 2019.

 • Herborg SF 69, skipaskránúmer 7019.  

 • Andrea SU 51, skipaskránúmer 6002.  

 • Svanur HF 20, skipaskránúmer 7008.  

 • Guðrún GK 96, skipaskránúmer 1621.  

 • Gilli Jó GK 202, skipaskránúmer 7189.  

 • Eva GK 95, skipaskránúmer 6429.  

 • Amma Lillý BA 55, skipaskránúmer 6626.  

 • Ragnar Þorsteinsson ÍS 121, skipaskránúmer 1862. 

 • Habbý ÍS 778, skipaskránúmer 7175. 

 • Veiga ÍS 76, skipaskránúmer 6360. 

 • Hafbjörg ST 77, skipaskránúmer 2437. 

 • Hamravík ST 79, skipaskránúmer 6599. 

 • Lóa NS 23, skipaskránúmer 2088.  

 • Andvari VE 100, skipaskránúmer 1092. 

 
12. ágúst sl. svipti Fiskistofa neðangreind skip leyfi til veiða í atvinnuskyni,  vegna vanskila á afladagbókarfrumriti vegna veiða skipanna í júní 2019.

 • Kvika KE 4, skipaskránúmer 6689. 

 • Hrönn ÍS 94, skipaskránúmer 6310. 

 • María SH 14, skipaskránúmer 6893. 

 • Jóhanna G ÍS 56, skipaskránúmer 2515. Finna skip

Tungumál síðu
banner6
Þetta vefsvæði byggir á Eplica