Tilkynningar

Viðbót í makríl til úthlutunar

17.8.2017

Úthlutað hefur verið viðbótaraflaheimildum í makríl vegna umsókna sem bárust í síðustu viku skv. reglugerð nr. 696/2017. Að þessu sinni bárust fjórar umsóknir og voru þrjár samþykktar. Fjórðu umsókninni var hafnað þar sem skip uppfyllti ekki kröfu um veiðiskyldu, stærðarmörk eða greiðslu.

Úthlutunin að þessu sinni var 105.000 kg. Heildarúthlutun þessa árs er 455.000 kg og því eru 1.545.000 kg eftir í pottinum sem verða til sölu í næstu viku.

Sækja þarf um úthlutun næstu viku fyrir lok föstudags.

Leiðbeiningar og umsóknareyðublöð

                                                              

Eftirfarandi skip fengu úthlutun:

Skip nr. Heiti Magn (kg)
2775 Skalli HU-33 35000
2810 Sunna Rós SH-123 35000
2099 Íslandsbersi HU-113 35000


Finna skip

Tungumál síðu
banner4
Þetta vefsvæði byggir á Eplica