Tilkynningar

Viðbót í makríl úthlutað

9.8.2017

Úthlutað hefur verið viðbótaraflaheimildum í makríl vegna umsókna sem bárust í síðustu viku skv. reglugerð nr. 696/2017. Að þessu sinni barst ein umsókn og var hún samþykkt.

Úthlutunin að þessu sinni var 35.000 kg. Heildarúthlutun þessa árs er því 315.000 kg og því eru 1.685.000 kg eftir í pottinum sem verða til sölu í næstu viku.

Sækja þarf um úthlutun næstu viku fyrir lok föstudags.

Leiðbeiningar og umsóknareyðublöð

                                                              

Eftirfarandi skip fengu úthlutun:

Skip nr. Heiti Magn (kg)
1921 Rán GK-91 35.000

Finna skip

Tungumál síðu
banner6
Þetta vefsvæði byggir á Eplica