Tilkynningar

Vogir verða að vera löggiltar

24.9.2018

Fiskistofa bendir handhöfum vigtunarleyfa og öðrum sem annast vigtun sjávarafla á að gæta að löggildingu þeirra voga sem þeir nota í starfsemi sinni.

Samkvæmt ákvæðum laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, gildir sú ófrávíkjanlega grundvallarregla að allur afli sem landað er á Íslandi skuli veginn á löggiltri vog. Vogir eru jafnan löggiltar til ákveðins tíma og þegar hann er liðinn teljast þær ekki lengur löggiltar. Óheimilt er að nota slíkar vogir til vigtunar sjávarafla. Sama á við ef löggilding fellur úr gildi af öðrum ástæðum, svo sem vegna þess að innsigli rofnar eða vog bilar og viðgerð er framkvæmd á henni. 

Brot gegn þessari grundvallarreglu varða viðurlögum í formi áminninga eða afturköllunar vigtunarleyfa og/eða að skip sem í hlut á verði svipt leyfi til veiða í atvinnuskyni.

Í öllum tilvikum sem upp koma stöðva veiðieftirlitsmenn Fiskistofu notkun á ólöggiltum vogum og banna notkun þeirra uns þær hafa verið löggiltar.


Finna skip

Tungumál síðu
banner5
Þetta vefsvæði byggir á Eplica