Tilkynningar

Yfirlit reikninga frá Fiskistofu

12.10.2018

Við viljum vekja athygli á því að á síðunni www.island.is sem er upplýsinga- og þjónustuveita opinberra aðila á Íslandi, geta einstaklingar og fyrirtæki fengið upplýsingar er tengjast opinberum aðilum.

Þar er m.a. hægt að sjá alla reikninga sem Fiskistofa sendir út.

Fiskistofa vekur athygli á að allir reikningar frá ríkissjóði og ríkisstofnunum verða frá og með 1. maí 2020 sendir rafrænt til viðskiptavina.

Markmiðið er að lækka viðskiptakostnað allra aðila, nútímavæða viðskiptaumhverfi ríkisins með auknu framboði stafrænnar þjónustu og framfylgja umhverfissjónarmiðum.

Sjá nánar á stjornarradid.isFinna skip

Tungumál síðu
banner6
Þetta vefsvæði byggir á Eplica