Fara beint í efnið

Opið er fyrir umsóknir um grásleppuveiðileyfi

Reglugerð um hrognkelsaveiðar árið 2024 gildir um veiðarnar.

Leiðbeiningar:

- Einyrkjar og prókúruhafar sækja um leyfið í gegnum stafrænt umsóknarkerfi á Ísland.is.

- Greitt er fyrir leyfið í umsóknarferlinu og hægt er að fá leyfið útgefið samstundis eða velja aðra upphafs dagsetningu. Veitt leyfi er sent í pósthólf viðkomandi á Ísland.is. Er þetta breyting frá fyrri framkvæmd þegar þurfti að sækja um með að minnsta kosti dags fyrirvara eða á föstudegi ef hefja átti veiðar á mánudegi.

- Fyrir nánari upplýsingar umsóknarferlið skal senda tölvupóst á grasleppa@fiskistofa.is.

Skip sem hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni og hafa grásleppuréttindi geta sótt um leyfi til grásleppuveiða. 

Skilyrði 

  • Almennt veiðileyfi til veiða í atvinnuskyni. 

  • Grásleppuréttindi bundin við bátinn. 

  • Grásleppuréttindin þurfa að vera virk .

Hægt er að senda póst á grasleppa@fiskistofa.is þar sem óskað er eftir því að grásleppuréttindi séu tekin úr geymslu.

Í umsókn þarf að koma fram:  

  • fjöldi neta  

  • teinalengd

Athugið:

  • Á grásleppuvertíð getur bátur einungis haft eitt grásleppuleyfi. 

  • Ef breyta á upphafsdagsetningu skal senda tölvupóst á grasleppa@fiskistofa.is.

Greitt er með greiðslukorti í umsóknarferli og kostar leyfið 22.000 krónur

Umsókn um veiðileyfi - einyrkjar & prókúruhafar

Þjónustuaðili

Fiski­stofa