Frístundaveiðar

Frístundaveiðar

Frístundaveiðar eru leyfisskyldar. Þær er eingöngu heimilt að stunda með sjóstöng og handfærum án sjálfvirknibúnaðar. Leyfin eru ætluð fyrir aðila í ferðaþjónustu og þarf ferðaskipu­leggjandaleyfi frá Ferðamálastofu að fylgja umsókn um frístundaveiðileyfi. Frístundaveiðileyfi eru tvenns konar:

  • Leyfi til að hafa tiltekinn fjölda fiska á dag á hvert handfæri eða sjóstöng án þess að aflinn reiknist til aflamarks. Fjöldi fiska og handfæra/sjóstanga tekur mið af fjölda farþega sem bátur tekur. Aflann má ekki selja eða fénýta á annan hátt. Skila þarf skýrslu mánaðarlega til Fiskistofu um aflabrögð.
  • Leyfi sem takmarkast af krókaaflamarki eða aflamarki viðkomandi báts. Þann afla þarf að vigta og skrá við löndun og heimilt er að selja og fénýta aflann. Bátum sem hafa almennt leyfi til veiða í atvinnuskyni er heimilt að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni innan fiskveiðiársins enda sé Fiskistofu tilkynnt með viku fyrirvara um upphaf og lok tímabils sem skipinu er haldið til veiða í atvinnuskyni.

Leyfin eru veitt til eins fiskveiðiárs í senn og er eingöngu hægt að fá annaðhvort leyfið innan sama fiskveiðiárs

Hægt er að sækja um, og fá gegn greiðslu að uppfylltum skilyrðum, sérstakar aflaheimildir í þorski til frístundaveiðiskipa. Hér má finna reglugerð um sérstaka úthlutun aflaheimilda til frístundaskipa.


Finna skip

Tungumál síðu
banner3
Þetta vefsvæði byggir á Eplica