Alþjóðlegt samstarf

Alþjóðlegt samstarf

Ísland tekur þátt í alþjóðasamstarfi á vettvangi Norðvestur Atlantshafsveiðistofnunarinnar NAFO, og Norðaustur Atlandshafs fiskveiðinefndarinnar NEAFC. Sérstakar reglur gilda um hafnríkiseftirlit með löndunum frystra afurða afla sem veiddur er á samningssvæðunum tveimur.

NAFO

Myndmerki NAFOStofnunin starfar samkvæmt samningi sem undirritaður var í október 1978 og Íslendingar fullgiltu í desember sama ár. Tilgangur samningins er að ná skynsamlegri stjórnun og verndun fiskveiðiauðlinda á Norðvestur Atlantshafi. Íslendingar hafa verið að veiða úthafskarfa og flæmingjarækju á veiðisvæði NAFO.

NEAFC

Myndmerki NEAFCFiskveiðinefndin starfar samkvæmt samningi frá 18. nóvember 1980, sem tók gildi 1982. Samningssvæðið er Norðaustur Atlantshaf, Norður Íshaf, og Barentshaf samkvæmt tilgreindri afmörkun í samningnum sjálfum. Aðilar að NEAFC, auk Íslands, eru Danmörk (fyrir hönd Færeyja og Grænlands), Evrópusambandið, Noregur og Rússland.

Markmið samningsins er að stuðla að verndun og bestu nýtingu fiskveiðiauðlinda á svæðinu. Nefndin getur gert bindandi samþykktir varðandi fiskveiðar utan fiskveiðilögsögu samningsríkjanna í úthafinu, m.a. um heildaraflamark, úthlutað veiðiheimildum og gert ráðstafanir um eftirlit með veiðunum. Ríki geta þó undanþegið sig ákvörðunum ráðsins með því að gera fyrirvara um samþykktir þess. Íslendingar hafa helst verið að veiða úthafskarfa, norsk íslenska síld og kolmunna úr stofnum er lúta að NEAFC.

Annað

Auk ofangreinds samstarfs hafa Íslendingar gert samninga um tilteknar veiðar við önnur ríki. Ber þar helst að nefna tvíhliða samninga við Færeyinga, Norðmenn, Rússa og Evrópusambandið.


Finna skip

Hafnríkisreglur

Tungumál síðu
banner3
Þetta vefsvæði byggir á Eplica