Veiðibann

Veiðibann

Eitt af mikilvægum verkefnum veiðieftirlitsmanna Fiskistofu er að stuðla að bættri umgengni um nytjastofna sjávar, m.a. með því að vernda smáfisk. Eftirlitsmenn lengdarmæla fisk og fari hlutfall smáfisks í afla yfir ákveðin mörk er það tilkynnt til Hafrannsóknarstofnunar og lagt til að því svæði, sem fiskurinn veiddist á, verði lokað. Er þá gjarnan gripið til skyndilokunar á svæðinu. Einnig er ákveðnum svæðum lokað yfir hrygningartímann til verndunar hrygningarfisks.

Á vefnum er að finna yfirlitsmyndir yfir þau helstu svæði þar sem veiðar eru bannaðar, til lengri eða skemmri tíma. Rétt er að taka fram að eingöngu er um leiðbeinandi myndir að ræða og sé munur á þeim upplýsingum sem hér koma fram og texta um svæðalokanir sem birtur eru með stjórnskipulegum hætti, þá gildir sá texti.

hakon_ad_veidum

Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica