Veiðigjöld fyrri ár

Veiðigjöld fyrri ára

Fiskistofa lagði á veiðgjöld skv. lögum nr. 74/2012 um veiðigjöld með síðari breytingum og runnu gjöldin í ríkissjóð. Sett vour lög nr. 56/2018 um breytingu á lögum nr. 74/2012 þar sem upphæð veiðigjalds á afla var ákveðið fyrir september til desember 2018. Ný lög um veiðigjald nr. 145/2018 tóku gilid frá upphafi árs 2019. Árlega er gefin út reglugerð um fjárhæðir og álagningu:

Veiðigjöld hafa verið tvenns konar, þ.e. annars vegar almennt veiðigjald sem lagt var á frá fiskveiðiárinu 2004/2005 og hins vegar sérstakt veiðigjald sem lagt var á fiskveiðiárinu 2012/2013 til 2014/2015. Frá og með fiskveiðiárinu 2015/2016 er einungis lagt á eitt veiðigjald.

Veiðigjöld frá árinu 2012/2013 voru lögð á úthlutað aflamark og landaðan afla sem ekki tilheyrði kvótakerfinu. Um var að ræða ákveðna krónutölu á hvert þorskígildiskíló vegna fiskveiðiáranna 2012/2013 og 2013/2014 en tiltekna krónutölu á hvert kg afla, mismunandi eftir hverri fisktegund, frá fiskveiðiárinu  2014/2015. Svipað fyrirkomulag gilti fyrir fiskveiðiárið 2015/2016, en nú var   einvörðungu um eitt veiðigjald að ræða sem var lagt á landaðan afla en ekki á aflamark. Sama fyrirkomulag hefur gilt síðan en þó með breyttum  krónutölum á kg ár hvert.

Á fiskveiðiárunum 2012/2013 til 2016/2017 áttu félög og einstaklingar með atvinnurekstur sem lagt var á  sérstakt veiðigjald rétt á lækkun gjaldsins vegna vaxtakostnaðar við kaup á aflahlutdeildum til ársloka 2011 að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.  Þetta átti ekki lengur við frá og með fiskveiðiárinu 2017/2018.

 

I. Heildarupphæð álagðra veiðigjalda undanfarin fiskveiðiár

 

Veiðigjald - heildarálagning 2019 Upphæð
Veiðigjald 7.067.132 þúsund kr.
40% lækkun af fyrstu 6,464 milljónum kr.   -437.680 þúsund kr.
Álagt veiðigjald alls 6.629.452 þúsund kr.

 

Veiðigjald - heildarálagning 2018 Upphæð
Veiðigjald 11.560.688 þúsund kr.
Afsláttur 15% af öðrum 4,63 milljónum kr.      -69.822 þúsund kr.
Afsláttur 20% af fyrstu 4.63 milljónum kr.    -170.471 þúsund kr.
Álagt veiðigjald alls 11.320.395 þúsund kr.


 Veiðigjald - heildarálagning 2017 til 2018
Fiskveiðiárið 2017/2018    Sept. til  des. 2018
 Veiðigjald (heildarálagning)  11,5 milljarður        
 3,8 milljarðar
 Afsláttur 20% (af fyrstu 4,63 millj. kr. álagðs veiðigj.)    0,1 milljarðar
 0,1 milljarður
 Afsláttur 15% (af næstu 4,63 millj. kr. álagðs veiðigj.)    0,2 milljarðar
 
 Álagt veiðigjald alls  11,2 milljarðar
 3,7 milljarðar


Heildarálagning veiðigjalds 2015 til 2018

Heildarálagning veiðigjalds 2012 til 2015

ATH.   Fjárhæðir veiiðgjalda eru á verðlagi hvers árs fyrir sig - þær eru ekki uppreiknaðar á sama verðlag.

 

II. Álögð veiðigjöld sundurliðuð eftir greiðendum

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur mælt fyrir um birtingu á álögðum veiðigjöldum sundurliðaða eftir  sjávarútvegsfyrirtækjum:

Sundurliðuð veiðigjöld  2012/2013, 2013/2014, 2014/2015 og 2015/2016 eftir greiðendum

Álagt veiðigjald fiskveiðiárið 2016/2017 sundurliðað eftir greiðendum

 

Álagt veiðigjald fiskveiðiárið 2017/2018 og til áramóta 2018/2019 sundurliðað eftir greiðendum (Leiðréttingar vegna fiskveiðiársins 2017/2018 koma fram í desember 2018)

Álagt veiðigjald vegna 2018 sundurliðað eftir greiðendum

Álagt veiðigjald vegna 2019 sundurliðað eftir greiðendum

Álagt veiðigjald vegna 2020 sundurliðað eftir greiðendum

 

Í skjölunum eru sundurliðuð álögð almenn og sérstök veiðigjöld ásamt lækkun á sérstöku veiðigjaldi  fyrir hvert fiskveiðiár.

Skjölin eru birt í almennu upplýsingaskyni - ef frávik reynast vera í þessum upplýsingum frá álagningu á einstök fyrirtæki þá gildir álagningin.

 

III. Upplýsingar um álögð veiðigjöld fyrri ára og ýmis sundurliðun

Yfirlitsskjal yfir álögð veiðigjöld frá upphafi til 2015/2016

 - og önnur gjöld sem Fiskistofa hefur innheimt af útgerðum.  Þar eru einnig upplýsingar um upphæð veiðigjalda á þorskígildiskíló.  Tölurnar  í töflunni miðast við almanaksárið sem fjárhæðin er innheimt á en ekki fiskveiðiár eins og töflurnar hér fyrir ofan gera. Skjalið er uppfært m.v. 31.12. 2014.

Reglugerð nr. 588/2014 um fjárhæð, álagningu og innheimtu veiðigjalda fiskveiðiárið 2014/2015

Reglugerð nr. 643/2015 um fjárhæð, álagningu og innheimtu veiðigjalds fiskveiðiárið 2015/2016

Reglugerð nr. 580/2016 um fjárhæð, álagningu og innheimtu veiðigjalds fiskveiðiárið 2016/2017

Reglugerð nr. 637/2017 um fjárhæð, álagningu og innheimtu veiðigjalds fiskveiðiárið 2017/2018

Reglugerð nr. 310/2018 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 637/2017 um fjárhæð, álagningu og innheimtu veiðigjalds fiskveiðiárið 2017/2018

Auglýsing um veiðigjald vegna 2020 (nr. 1254/2019)   og síðari breytingar (nr. 2/2020)

Auglýsing um veiðigjald vegna 2021 (nr. 1220/2020)Veiðigjöld fiskveiðiárin 2012/2013 til og með 2015/2016 sundurliðuð eftir útgerðarflokkum og fisktegundum

Veiðigjald fiskveiðiárið 2016/2017 sundurliðað eftir útgerðarflokkum og fisktegundum Veiðigjald fiskveiðiárið 2017/2018 sundurliðað eftir útgerðarflokkum og fisktegundum

 

Veiðigjald 2018 sundurliðað eftir útgerðarflokkum og fisktegundum

Veiðigjald 2019 sundurliðað eftir útgerðarflokkum og fisktegundum

Veiðigjald 2020 sundurliðað eftir útgerðarflokkum og fisktegundum


 

Veiðigjöld fiskveiðiárin 2012/2013 til og með 2015/2016 sundurliðuð eftir  stöðum

 

Veiðigjald fiskveiðiárið 2016/2017 sundurliðað eftir  stöðum

Veiðigjald fiskveiðiárið 2017/2018 sundurliðað eftir  stöðum 

Veiðigjald 2018 sundurliðað eftir  stöðum 

Veiðigjald 2019 sundurliðað eftir  stöðum

Veiðigjald 2020 sundurliðað eftir  stöðum

 

 

 Síða uppfærð feb. 2021
Finna skip

Tungumál síðu
banner5
Þetta vefsvæði byggir á Eplica