Vigtun afla

Vigtun afla

Eitt af grundvallaratriðum fiskveiðistjórnunarkerfis okkar er vigtun og skráning sjávarafla íslenskra skipa. Allan afla verður að vigta í löndunarhöfn strax við löndun aflans og skrá í aflaskráningarkerfið GAFL. Það gerir Fiskistofu kleift að halda utan um nákvæmar upplýsingar um afla- og aflaheimildastöðu íslenskra skipa.

Löggiltir vigtamenn annast vigtun sjávarafla. Að brúttóvigtun á hafnarvog lokinni er heimilt að senda afla til endurvigtunar í fiskvinnslu eða á fiskmarkað sem fengið hafa leyfi til endurvigtunar afla. Er afli þá ýmist heilvigtaður eða úrtaksvigtaður samkvæmt ákveðnum reglum þar um, ís er skilinn frá og nettóþungi fisks er fundinn. Vigtunarleyfishafinn sendir niðurstöður endurvigtunar á hafnarvog innan ákveðins frests og er niðurstaðan skráð í GAFL.

Í sérstökum tilfellum er Fiskistofu heimilt að veita undanþágu frá vigtun á hafnarvog. Kallast það heimavigtunarleyfi og veitir það eingöngu heimild til þess að vigta afla sem fyrirhugað er að vinna á vigtunarstað eða selja á uppboði á fiskmarkaði. Sé afli heimavigtaður þarf að nota til þess sjálfvirka vog sem vigtar afla með samfelldum hætti og hvern bolfisk þarf að vigta sérstaklega.

Listi yfir vigtunarleyfishafa og tegund vigtunarleyfa þeirra   (uppfært 18. febrúar 2022)

Reglugerð nr. 745/2016 um vigtun og skráningu sjávarafla

Unnið við löndun


Tungumál síðu
banner4
Þetta vefsvæði byggir á Eplica