Fyrirspurnir tengdar aflaheimildum

Fyrirspurnir tengdar aflaheimildum

Fyrirspurnir tengdar aflaheimildum  Lýsing
Aflahlutdeildalisti  Hægt er að velja á milli allra kvótategunda og fá lista yfir öll skip sem eru með aflahlutdeild í valinni tegund. Niðurstöður sýna hlutdeild hvers skips sem hlutfall og hvort að hlutdeild hefur verið flutt til eða frá einstöku skipum.
Aflahlutdeild eins skips Allar hlutdeildir sem bundnar eru við eitt skip. Velja skipið og ofarlega til hægri á skánum "Aflahlutdeild".
Aflahlutdeildarfærslur eins skips Velja skipið og ofarlega til hægri á skánum "Aflahlutdeildarfærslur".   Yfirlit yfir allar millifærslur á aflahlutdeild til og frá völdi skipi. Sé smellt á færsluna má sjá upplýsingar tegund og magn auk skipsins sem flutt var frá eða til. Velja skipið sem sóst er eftir og ofarlega til hægri á skjánum "Aflahlutdeildarfærslur".
Aflamarksviðskipti Samantekt með upplýsingum um viðskipti með aflamark eftir fisktegundum og dögum. Nýjasti dagur er sjálfvalinn en hægt er að skoða eldri samantektir og fá upplýsingar um fjölda færslna, magn, meðalverð, lægsta og hæsta verð og heildarverðmæti dagsins. Með því að smella á fisktegund birtast upplýsingar sundurliðaðar eftir hverri færslu.
Aflamarksviðiskipti eins skips Velja skipið og ofarlega til hægri á skánum "Aflamarksfærslur". Fram kemur yfirlit yfir allar millifærslur á aflamarki til og frá völdi skipi fyrir valið fiskveiðiár. Sé smellt á færsluna má sjá upplýsingar tegund og magn auk skipsins sem flutt var frá eða til.
Heildaraflamarksstaða Upplýsingar um úthlutað aflamark allra kvótategunda, tilfærslu aflaheimilla á milli fiskveiðitímabila, notkun á tegundatilfærslu, heildarafla til aflamarks, umframafla o.fl. Hægt er að sækja upplýsingar um heildarstöðu innan lögsögu (fiskveiðiárstegundir), sundurliðað eftir aflamarki eða krókaaflamarki eða úthafsveiðum.
Heildaraflamarksstaða eins skips Sama og að ofan nema tiltekið skip er valið og ofarlega til hægri skjánum valið "aflamark". Niðurstöður sýna ýmsar upplýsingar um heimildir og afla valda skipsins.
Sérstakar úthlutanir Tengingin vísar í heildarstöðumyndina en valinn er grár hnappur ofan við hana "Sérstakar úthlutanir". Þarna má sjá úthlutanir sk. jöfnunaraðgerða og annars sundurliðað eftir tegund t.d. byggðakvóti, frístundakvóti, skel- og rækjubætur, rannsóknakvóti, þorskeldiskvóti og annars sem kann að eiga við hverju sinni.
Heimildir til skipa í makríl Makrílaflaheimildir eftir skipum og færslur heimilda til eða frá skipi. Hægt að sundurliða eftir flokkun heimilda til skipa.
 

Þorskígildisstuðlar

 

Yfirlit yfir þorskígildisstuðla eftir tegundum á völdu fimm ára tímabili.


Tungumál síðu
banner5
Þetta vefsvæði byggir á Eplica