Fyrirspurnir um skip og útgerðir

Fyrirspurnir um skip og útgerðir

Fyrirspurnir um einstök skip eða aðila  Lýsing
Leitað að skipi Leitað eftir skipa nr. eða nafni. Niðurstöður eru upplýsingar um eiganda og rekstraraðila skips, stærð,  heimahöfn o.fl. - ATH að einnig er  hér  hægt að  finna erlend skip sem veiða í íslenskri lögsögu eða landa afla í íslenskum höfnum.
Öll skip útgerðar  Kennitala eða nafn útgerðar slegin inn. Listi sýnir öll skráð skip með veiðiheimildir hjá útgerðinni.
Heimahafnir  Valin höfn og niðurstöður sýna öll skip með veiðiheimildir sem eiga heimahöfn á þeim staðinn sem valinn var.
Landanir Valið er skip, til hægri á skjánum kemur kassi með valmöguleikum. Velja landanir og allar landanir skipsins á umbeðnu fiskveiðiári birtast. Sé smellt á löndun má sjá sundurliðaðar upplýsingar um afla, höfn, veiðarfæri og fl.  
Afli og heimildir eftir útgerð/úteiganda Gefur gott yfirlit yfir aflaheimildir og nýtingu þeirra hjá því fyrirtæki sem valið er. Niðurstöður sýna aflamarksstöðu, afla o.fl. hjá aðilanum þegar litið er til allra skipa útgerðarinnar, eða þeirra skipa sem valin eru.
Þorskígildisstuðlar Yfirlit yfir þorskígildisstuðla eftir tegundum á völdu fimm ára tímabili.
Veiðiskylda Skip valið, farið í  aflamark og fyrir miðju ofarlega valið "veiðiskylda" og veiðiskylda skipsins birtist.
Framsalsheimild Skip valið, farið í aflamark og fyrir miðju ofarlega valið "framsalsheimild" sem sýnir hana fyrir valið tímabil.
Yfirlit yfir VS-afla Skip valið, farið í aflamark og fyrir miðju ofarlega valið "VS-aflayfirlit" sem sýnir VS afla fyrir valið tímabil.

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica