Láta vita
Láta vita um atburði sem varða slysasleppingar eða fiskveiðistjórnun
Slysasleppingar úr fiskeldi
Í samræmi við 13. gr. laga nr. 71/2008 um fiskeldi og 45. gr. reglugerðar nr. 540/2020 um fiskeldi skal rekstrarleyfishafi sem missir fisk úr fiskeldisstöð, án tafar tilkynna slíkan atburð til Fiskistofu.
Fiskistofa bendir á að rekstraraðila er jafnframt skylt að virkja strax viðbragðsáætlun sína, þegar slysaslepping verður, í samræmi við 2. mgr. laganna og 37. gr. reglugerðarinnar.
Eyðublað vegna tilkynningar rekstrarleyfishafa um slysasleppingu
Tilkynningin sendist á fiskistofa@fiskistofa.is
Ef upp kemur bráðatilvik utan skrifstofutíma skal hafa samband við:
Guðna Magnús Eiríksson,
sviðsstjóra lax- og silungsveiðisviðs
Sími: 825 7912
Tölvupóstfang: gudni@fiskistofa.is
Veiðist eldisfiskur?
Ef grunur er um að eldisfiskur hafi veiðst óskar Fiskistofa eftir því að fá ábendingu þar um senda á netfangið fiskistofa@fiskistofa.is eða í síma 569 7900 á skrifstofutíma. Veiðimenn eru hvattir til að taka mynd af slíkum fiski og senda Fiskistofu.
Brot á reglum um fiskveiði í sjávarútvegi
Fiskistofa gegnir m.a. því hlutverki að hafa eftirlit með fiskveiðum. Stofnunin þiggur með þökkum ábendingar um brot á reglum um veiðar í atvinnuskyni, svo sem brottkast eða löndun fram hjá hafnarvigt.
Hægt er að senda ábendingar til Fiskistofu um slíka atburði með því að senda póst á fiskistofa@fiskistofa.is eða hringja í síma 569 7900 á skrifstofutíma.