Hvalveiðar

Hvalveiðar

Hvalveiðar við Ísland voru ekki umfangsmiklar árið 2017. Aðeins voru veiddar 17 hrefnur, en engin langreyðaveiði var stunduð við landið.

Eftirlit með hvalveiðum fer fyrst og fremst fram með skoðun á skipum og veiðibúnaði, veiðiaðferðum, mælingaraðferðum, sýnatöku og því hvort veiðarnar séu stundaðar á leyfilegum svæðum. Auk þess er gengið úr skugga um að um borð séu menn með tilskilda reynslu og leyfi til að stunda veiðarnar. Eftirlitsmenn Fiskistofu fóru samtals í 1 veiðiferð til eftirlits með hrefnuveiðum sumarið 2017 en ekki voru stundaðar neinar veiðar á langreyði.

Eftirlitsmaður á vegum NAMMCO (Norður Atlantshafs spendýraráðsins) var við eftirlit með hrefnuveiðum við Ísland sumarið 2017. Alls fór hann í 6 veiðiferðir og var við eftirlit þegar tvær hrefnur voru veiddar.


 

Frekari upplýsingar - Allur kaflinn  í prentvænni útgáfu

Fyrri kafli   -  Valmynd Ársskýrslu  -  Næsti kafli

 


Finna skip

Tungumál síðu
banner3
Þetta vefsvæði byggir á Eplica