Fréttir

Aukið við heimildir í strandveiðum

20.7.2021

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 420/2021, um strandveiðar fiskveiðiárið 2020/2021, þar sem aukið er við heimildir til strandveiða, alls 1.171 tonn. Fram kemur í fréttatilkynningu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að með þessari aukningu sé ráðgert að hægt verði að stunda strandveiðar út ágúst. Þá mun þessi viðbótarráðstöfun einnig jafna stöðu milli einstakra veiðisvæða þar sem á sumum svæðum er besti veiðitíminn í ágúst. Sjá frétt ráðuneytisins hér.

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica