Fréttir

Eftirlit með samþjöppun aflaheimilda

18.2.2022


Matvælaráðherra hefur óskað eftir að Fiskistofa efli eftirlit með samþjöppun aflaheimilda. Fiskistofa mun bregðast við tilmælum ráðherra með þeim úrræðum sem stofnunin býr yfir. Eftirlit með samþjöppun aflaheimilda er vandasamt einkum vegna óskýrra lagaákvæða og ófullnægjandi aðgangs að rauntíma upplýsingum um eignarhald og tengsl. Fjallað var m.a. um þessa annmarka í Skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu (desember 2018), og voru m.a. lagðar til lagabreytingar í skýrslu Verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni (júní 2020). Þar sem lagabreytingar hafa ekki náð fram að ganga mun Fiskistofa horfa til samstarfs við aðrar ríkistofnanir til að stuðla að bættu eftirlit með samþjöppun aflaheimilda.

Fiskistofa birtir tvisvar á ári upplýsingar um samanlagða aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, sjá t.d. frétt á vefsíðu Fiskistofu, dags. 2.11.2021.

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica