Fiskistofa fær vottun um upplýsingaöryggi
Stjórnkerfi upplýsingaöryggis Fiskistofu hlaut á dögunum vottun samkvæmt ISO 27001 staðlinum. Úttektaraðili var BSI (British Stand ard Institution).
Áreiðanleg gögn eru grundvöllur fiskveiðistjórnunarkerfisins og starfsemi Fiskistofu. Mikilvægt er að Fiskistofa geti treyst á áreiðanleika gagna og öryggi upplýsinga- og kerfa sem stofnunin vinnur með.
Staðallinn gerir kröfu til stofnunarinnar um að hún skoði umhverfi sitt með tilliti til áhættu og leiti stöðugt að tækifærum til umbóta til að tryggja öryggi þeirra upplýsinga sem stofnunin vinnur með.
Stjórnendur og starfsfólk Fiskistofu er stolt af þessum áfanga og lítur á hann sem viðurkenningu á því að vinnubrögð stofnunarinnar eru til þess fallin að tryggja trúnað, réttleika og tiltækileika gagna sem Fiskistofa meðhöndlar.