Fréttir

Fiskveiðiáramót 2021/2022

1.9.2021

Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2021/2022. Heildarúthlutun er 322 þúsund ÞÍG tonn sem er lækkun um 37.000 ÞÍG tonn frá því í fyrra. Úthlutun í þorski er tæplega 209 þúsund tonn og dregst saman um 32 þúsund tonn frá fyrra ári. Úthlutun í ýsu er rúm 39 þúsund tonn og lækkar um 3 þúsund tonn milli ára. Skýrist það m.a. á 8 þúsund tonna aukaúthlutun sem var í byrjun sumars.

Aflamarki er úthlutað á 424 skip í eigu 308 aðila. Fimmtíu stærstu útgerðarfyrirtækin fá 90,60% af úthlutuðu aflamarki og hækkar það hlutfall lítillega frá í fyrra. Mestu úthlutun fær Brim hf. til sinna skipa eða 9,33% af heildinni, næst kemur Samherji Ísland ehf. með 7%, þá FISK Seafood ehf. með 6,22% og Þorbjörn hf. með 5,34%. Það skipið er Sólberg ÓF-1 (2917) í eigu Ramma  sem fær mestu aflamarki úthlutað, eða 10.000 ÞÍG tonnum. Guðmundur í Nesi ER-13 (2626) í eigu Brim hf. fær næst mest, u.þ.b. 8.600 ÞÍG tonn. Er þetta lækkun frá því í fyrra.

  • Bátar með krókaaflamark eru nú 242 og fækkar um 3.
  • Skipum í aflamarkskerfinu fjölgar um 5 á milli ára og eru nú 181.
  • Bátar undir 15 m og 30 btn. fá úthlutað rúmlega 45 þúsund ÞÍG tonnum.
  • Bátar 15 m, 30 btn. og stærra fá úthlutað 376,3 þúsund ÞÍG tonnum.

Skel- og rækjubætur

Alls 1.852 ÞÍG tonnum er úthlutað sem skel- og rækjubótum og er það sama magn og í fyrra og fara þau til 46 báta en þeir voru 50 á fyrra ári.

Hér má sjá heildarskrá yfir úthlutun aflamarks til einstakra skipa, rækju-og skelbætur ársins og yfirlitsskjal þar sem hægt er að skoða úthlutunina útfrá margvíslegum sjónarhornum.

Tekið skal fram að  enn eru fáein skip ófrágengin og getur því úthlutun til skipa enn breyst lítillega. Einnig er vakin er athygli á að síðar á árinu verður úthlutað aflamarki í deilistofnum og ekki er óalgengt að aukið sé við aflamark í uppsjávarfiski. Benda má sérstaklega á að engri loðnu var úthlutað að þessu sinni. Ætla má að heildaraflamark einstakra skipa og hafna og innbyrðishlutfall þeirra breytist í kjölfar frekari úthlutana þegar líður á fiskveiðiárið.

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica