Fréttir

Fiskveiðiárið 2017/2018 - yfirlit

15.11.2018

 

Fiskistofa hefur tekið saman margvíslegar yfirlitsupplýsingar um  fiskveiðárið 2017/2018. Heildarafli íslenskra skipa  á fiskveiðiárinu var 1.271 þúsund tonn  og jókst frá fyrra ári um 13,4%.

Botnfiskaflinn nam 505 þúsund tonnum og jókst um 64 þúsund tonn. Þorskaflinn jókst um 32 þúsund tonn.

Uppsjávarafli íslenska flotans jókst um 84 þúsund tonn. Kolmunnaaflinn jókst um tæp 90 þúsund tonn en samdráttur var í veiðum á loðnu.

Hér má nálgast rafrænt yfirlit yfir afla og veiðiheimildir á fiskveiðiárinu 2017/2018

Í yfirlitinu er hægt að tengjast margvíslegum gagnvirkum síðum sem sækja upplýsingar í gagna-grunna Fiskistofu. Þá er neðst á síðunni prentvæn samantekt á yfirlitinu í PDF-formi. Einnig er þar talnaefni sem tengist yfirlitinu í Excel-skjali handa þeim sem vilja kynna sér gögn og vinna frekar úr þeim.


Prentvænt yfirlit yfir fiskveiðiárið 2017/2018 (pdf)


 

 

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner4
Þetta vefsvæði byggir á Eplica