Fréttir

Flutningur Fiskistofu til Akureyrar

12.2.2019

Fiskistofa hefur unnið skýrslu um flutning höfuðstöðva stofnunarinnar til Akureyrar.  Skýrslan var tilbúin  fyrir mitt ár 2018 en þar sem hún var hluti þeirra gagna sem Ríkisendurskoðun voru fengin frá stofnuninni vegna vinnslu  á skýrslu um eftirlitsstarfsemi Fiskistofu var beðið með  birtingu skýrslunnar fram yfir birtingu skýrslu Rískisendurskoðunar og umfjöllunar  um hana á opinberum vettvangi.

Í skýrslunni er leitast við að  lýsa sem best því ferli þegar ráðherra ákvað að flytja höfuðstöðvarnar, allt frá því ráðherra tilkynnti um áformin og fram á árið 2018 þegar segja má að flestir þættir málsins hafi legið skýrt fyrir.  Fjallað er um mannauð Fiskistofu, stjórnun og starfsemi og þær áskoranir sem verkefninu fylgdu. Einnig er fjallað um húsnæðismál stofnunarinnar og kostnað sem flutningunum fylgdi.

Skýrsla um flutning höfuðstöðva Fiskistofu til Akureyrar

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner4
Þetta vefsvæði byggir á Eplica