Fréttir

Hlutdeildir útgerða

2.11.2021

Fiskistofa hefur tekið saman samanlagða aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila og lögaðila. Samkvæmt útreikningum Fiskistofu fer eitt félag yfir 12% leyfilegt heildarverðmæti aflahlutdeildar allra tegunda, Brim hf. 13,2%. Í krókaaflamarkskerfinu fara tvö félög yfir 4% leyfilega aflahlutdeild í þorski, Háaöxl ehf. 4,22% og Stakkavík ehf. 4,01%.

Í meðfylgjandi skjölum má sjá alla aðila sem eiga fiskiskip með skráðar aflahlutdeildir. Líkt og undanfarin ár þá er Brim hf. hæst í aflamarkskerfinu en einhver breyting hefur orðið á næstu sætum sem skýrist af því að úthlutun í loðnu var búin þegar útreikningarnir fóru fram. Í krókaaflamarkskerfinu er Grunnur ehf. með mestu krókaaflahlutdeild.

Aflahlutdeildir útgerða í aflamarkskerfinu 

Krókaaflahlutdeildir útgerða í krókaaflamarkskerfinu

Á myndinni hér að neðan má sjá yfirlit yfir fjölda útgerða sem ráða yfir hlutdeildum frá fiskveiðiárinu 2005/2006 til og með fiskveiðiárinu 2020/2021. Á stöplaritinu sést að útgerðum með aflahlutdeildum hefur fækkað á hverju ári frá 2005/2006 en á fiskveiðiári 2019/2020 fjölgaði þeim úr 442 í 711. Þessi fjölgun skýrist af hlutdeildasetningu á hlýra og makríl. Á þessu fiskveiðiári fækkar úr 691 í 664. Línuritið á myndinni sýnir heildarúthlutun aflamarks í þorskígildum 1. september ár hvert.Hér má sjá töflur frá 1. september 2020 yfir þær útgerðir sem þá réðu yfir mestum aflaheimildum fyrir úthlutun á aflamarki í loðnu sem fór fram 15. október sl.

Aflahlutdeild 1. september 2020 - 100 stærstu

Krókaaflahlutdeild  1. september 2020 - 50 stærstu

 

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica