Fréttir

Álagning veiðigjalda

15.10.2014

Fiskistofa hefur tekið saman upplýsingar um álagningu veiðigjalda  vegna fiskveiðiáranna 2012/2013, 2013/2014 og 2014/2015.  Álagningu vegna áranna 2012/2013 og 2013/2014 er nú lokið en eingöngu fyrsti hluti álagningar vegna fiskveiðiársins 2014/2015 hefur farið fram.  Mikilvægt er því að lesendur athugi að  þær tölur eru ekki sambærilegar við  tölur  yfir álagningu á hinum fiskveiðiárunum. 

Heildarálagning almennra og sérstakra veiðigjalda fiskveiðiárið 2012/2013 nam 12,8 milljörðum kr.

Heildarálagning almennra og sérstakra veiðigjalda fiskveiðiárið 2013/2014 nam 9,2 milljörðum kr.

Álagning við upphaf fiskveiðiárs 2014/2015 nemur 4,1 milljarði kr. Síðar verða lögð á veiðigjöld vegna úthlutaðs aflamarks í deilistofnum og vegna afla í ókvótabundnum tegundum.  Lokaálagning fer fram eftir lok fiskveiðiársins haustið 2015.

Fiskistofa birtir margvíslegar upplýsingar um álögð veiðigjöld.  Meðal annars  hefur  atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið mælt fyrir um birtingu  á álagningu á veiðigjöldum á einstaka greiðendur. Slíkar upplýsingar og fleira er að finna á eftirfarandi síðu:

Upplýsingasíða Fiskistofu um veiðigjöld


Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner6
Þetta vefsvæði byggir á Eplica