Fréttir

Uppsjávarafli 2012

25.2.2013

Fiskistofa hefur tekið saman upplýsingar um landað magn af uppsjávarfiski eftir höfnum og landsvæðum frá 2008 til 2012.  Hægt er að skoða skiptingu aflans eftir höfnum í tonnum eða prósentum.  Þær hafnir þar sem mesutm uppsjávarafla var landa á síðasta ári  eru Neskaupstaður, Vestmannaeyjar og Vopnafjörður.

Á síðasta ári var mestum uppsjávarafla landað á Neskaupstað eða 212.385 tonnum. Næstmestum afla var landað í Vestmannaeyjum eða 196.402 tonnum og því næst kemur Vopnafjörður með 112.485 tonn.

Hlutur Austfjarða í uppsjávarafla 1992-2013Þegar rýnt er í gögn Fiskistofu þá var árið 2012 fjórða mesta löndunarár á Neskaupsstað síðustu tveggja áratuga.  Árið 2003 var landað 241 þúsund tonnum og árið 2006 var 232 þúsund tonnum landað þar.  Uppistaðan í aflanum sem landað var á þessum árum var kolmunni en árið 2003 var hann 43,6% af öllum uppsjávarafla og árið 2006 var hlutur kolmunna 30,5%. Nú ber svo við á síðasta ári (2012) að hlutur kolmunna var einungis 5,5% enda hafa aflaheimildir íslenskra skipa í kolmunna verið skornar verulega niður undanfarin ár.

Á síðasta ári var mestu landað af loðnu á Neskaupsstað eða rúmlega 100 þúsund tonn sem er 47,3% af uppsjávarafla sem kom á land þar. Næst kom síld úr norsk-íslenska síldarstofninum eða tæp 40 þúsund tonn og makríll var 39 þúsund tonn. Í Vestmannaeyjum var á síðasta ári mest landað af loðnu í lönduðum uppsjávarafla eða 126 þúsund tonnum sem er 64% af öllum uppsjávarafla sem landað var þar á síðasta ári. Þess má geta að á nýliðnu ári kom 37% af þeirra loðnu sem landað var í íslenskum höfnum í land í Vestmannaeyjum.  Hlutur austfirskra hafna í loðnu var 57%.

Nánar má sjá skiptingu á lönduðum uppsjávarafla eftir höfnum hér.

Sé athyglinni beint að landsvæðum þá hafa landanir á uppsjávarafla undanfarin ár færst í auknum mæli til Austfjarða. Árið 1993 var 42% af öllum uppsjávarafla landað á Austurlandi en hlutfallið hefur síðan vaxið nokkuð jafnt og þétt og í fyrra var það í 59% en var mest 2008 þegar hlutfallið fór í 69% (sjá mynd).


Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica