Fréttir

Umframafli í strandveiðum í viku 4

7.6.2021

Leyfi til strandveiða hefur verið gefið út til 630 báta og er landaður afli strandveiðibáta í dag mánudaginn 7. júní samtals 3.208.066 kg., sem er 28,38% af þeim heimildum (11.100 tonn) sem úthlutað er til strandveiða á fiskveiðiárinu 2020/2021.

Á strandveiðum má hver bátur landa að hámarki 650 kg. af slægðum afla í þorskígildum talið í hverri veiðiferð. Í fjórðu viku strandveiða 17. - 21. maí. lönduðu 176 skip yfir leyfilegt magn, samtals 6.524 kg.

Meðfylgjandi myndi sýnir yfirlit yfir umframafla í fjórðu viku. Bláu súlurnar sýna þau skip sem lönduðu alls 100 kg. eða meira yfir leyfilegt magn í fjórðu viku strandveiða. Gráu súlurnar sýna heildarmagn umframafla niður á dagana 25. – 27. maí og var umframafli mestur þann 25. maí sl. eða 2.334 kg.

Grænu súlurnar sýna umframafla eftir svæðum. Mestur umframafli kom á svæði A eða rúm  5.258 kg.

  

Gögn sem Fiskistofa birtir byggja á fyrirliggjandi aflaskráningu á hafnarvog. Framangreindar upplýsingar eru birtar með þeim fyrirvara að skráning á hafnarvog sé lokið. 

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner3
Þetta vefsvæði byggir á Eplica