Fréttir

Umframafli í viku 13 og í júlí

6.8.2021

Leyfi til strandveiða hafa verið gefin út til 688 báta og var landaður afli strandveiðibáta í gær, fimmtudaginn 5. ágúst samtals 10.172.813 kg., sem er 79,32% af þeim heimildum (12.271 tonn) sem úthlutað er til strandveiða á fiskveiðiárinu 2020/2021.

Á strandveiðum má hver bátur landa að hámarki 650 kg. af slægðum afla í þorskígildum talið í hverri veiðiferð. Undantekning er þó ef ufsa er landað sem strandveiðiafla í verkefnasjóð, sbr. 4. tölul. 5. gr. um reglugerðar um strandveiðar, en þá reiknast ufsaaflinn ekki til strandveiðiafla.

Í 13. viku strandveiða frá 26. júlí - 30. júlí lönduðu 229 skip afla umfram leyfilegan heildarafla í veiðiferð, samtals 10.975 kg. Fyrri myndin sýnir yfirlit yfir umframafla í þrettándu viku. Bláu lóðréttu súlurnar sýna þau 22 skip sem lönduðu alls 100 kg. þíg. eða meira yfir leyfilegan heildarafla í veiðiferð. Kökuritið sýnir umframafla eftir svæðum og er mestur umframafli á svæði A (sem jafnframt er stærsta svæðið) eða 6.667 kg. í þorskígildum talið. Láréttu súlurnar sýna heildarmagn umframafla fyrir hvern löndunardag og var umframafli mestur mánudaginn 26. júlí eða 3.213 kg.

 

Seinni myndin sýnir yfirlit yfir umframafla á strandveiðum í júlí. Alls voru 422 skip sem lönduðu umframafla, samtals 46.099 kg. Lóðréttu súlurnar sýna þau 22 skip sem voru með mestan umframafla í júlí, greint niður á vikur. Það skip sem landaði mestum umframafla í júlí var með samtals 665 kg. yfir leyfilegan heildarafla í veiðiferð. Þá  var mestur umframafli var á svæði A, alls 24.876 kg. og var mestum umframafla landað á mánudögum.

 

 

Fiskistofa áréttar að skipstjóri ber ábyrgð á því að skráning á hafnarvog sé rétt og ufsi sem ekki er merktur sem strandveiðiafli í verkefnasjóð reiknast eins og annar bolfiskur. Gögn sem Fiskistofa birtir byggja á fyrirliggjandi aflaskráningu á hafnarvog. Framangreindar upplýsingar eru birtar með þeim fyrirvara að skráning á hafnarvog sé lokið. 

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica