Upplýsingastefna

Upplýsingastefna Fiskistofu

Það er stefna Fiskistofu að byggja stjórnsýslu-, eftirlits- og þjónustuhlutverk sitt á vandaðri öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga um sjávarútveg, fiskeldi, lax- og silungsveiði og hvalveiðar.

Markmið:

 • Fiskistofa veitir góðan aðgang að áreiðanlegum og skýrum upplýsingum um þau málefni sem stofnunin fer með og um starfshætti stofnunarinnar.
 • Fiskistofa hefur frumkvæði að öflun, úrvinnslu og birtingu upplýsinga og vinnur markvisst að því að nýta tækni og þekkingu til að gera æ betur í þeim efnum.  
 • Fiskistofa vill vera í fremstu röð opinberra stofnana í upplýsingamálum.
 • Öll birting upplýsinga og upplýsingagjöf fer fram á grundvelli upplýsingaöryggisstefnu Fiskistofu.

Markhópar:

 • Fiskistofa vill tryggja hagsmunaaðilum sem bestan aðgang að áreiðanlegum upplýsingum og stuðla þannig að trausti og gagnkvæmu samstarfi. Upplýsingar sem Fiskistofa safnar varða fjölbreyttan hóp hagsmunaaðila:
 • Þær eru grunnur fyrir stjórnvöld til þess að meta stöðuna og móta stefnu í sjávarútvegi og fiskveiðum.
 • Þær eru mikilvæg forsenda stjórnunar og eftirlits stjórnsýslunnar með málaflokknum.
 • Þær leiðbeina fyrirtækjum og einstaklingum í sjávarútvegi og fiskveiðum og gefa þeim yfirsýn yfir eigin stöðu og möguleika.
 • Þær eru mikilvæg undirstaða skóla og rannsóknastofnana varðandi fræðslu, rannsóknir og nýsköpun.
 • Þær gefa almenningi og fjölmiðlum færi á að fjalla um sjávarútveg og fiskveiðar með upplýstum hætti.
 • Þær eru forsenda þess að starfsfólk Fiskistofu geti haft þá yfirsýn sem nauðsynleg er til að skila sem bestum árangri í starfi.Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica