Fara beint í efnið

Skipurit

Yfirstjórn Fiskistofu er í höndum fiskistofustjóra. Að öðru leyti byggist starfsemin upp af þremur kjarnasviðum og tveimur stoðsviðum.

Skipurit Fiskistofu

Kjarnasviðin eru lax- og silungsveiðisvið, veiðieftirlitssvið  og stjórnsýslu- og upplýsingasvið. Stoðsviðin eru upplýsingatæknisvið og skrifstofa fiskistofustjóra.

Skipuritið gildir frá 1. október 2021

Staðgengill fiskistofustjóra er Elín Björg Ragnarsdóttir

Helstu verkefni starfseininga:

Svið

Skrifstofa fiskistofustjóra

Fjármál og rekstur, mannauðsmál, þjónusta, skjalastjórnun, gæðamál, upplýsingaöryggi, persónuvernd og alþjóðasamskipti.

Veiðieftirlitssvið

Eftirlit með veiðum íslenskra og erlendra skipa í íslenskri lögsögu og veiðum íslenskra skipa utan lögsögunnar. Eftirlit með að afli sé rétt veginn og skráður. Útgáfa vigtunarleyfa til endurvigtunnar eða heimavigtunnar sjávarafla. Útgáfa vinnsluleyfa til fiskiskipa sem vinna afla um borð. Eftirlit með veiðarfærum og búnaði fiskiskipa, gildi veiðileyfa og færslu afladagbóka. Eftirlit með tegunda- og stærðarsamsetningu afla, eftirlit með malartekju í veiðiám og lax og silungsveiðum í sjó og eftirlit með slysasleppingum í fiskeldi.

Sviðsstjóri: Elín Björg Ragnarsdóttir og staðgengill fiskistofustjóra

Stjórnsýslu- og upplýsingasvið

Söfnun og úrvinnsla gagna sem tengjast fiskveiðistjórnunarkerfinu. Upplýsingagjöf og vinnsla. Útgáfa veiðileyfa, úthlutun aflaheimilda, eftirlit með stöðu aflaheimilda, þjónusta við löndunarhafnir vegna aflaskráningar við löndun, útgáfa á veiði- og vinnsluvottorðum, útreikningur og álagning gjalds vegna ólögmæts sjávarafla, úthlutun byggðakvóta og meðferð stjórnsýslumála.

Sviðsstjóri: Erna Jónsdóttir

Lax- og silungsveiðisvið

Skráning ár, vötn eigendur veiðiréttar, rétthafa silungsveiða í sjó. Meðferð mála sem upp koma vegna uppbyggingu veiðifélaga. Útgáfa rannsóknaleyfa og veiðiskírteina vegna rannsókna í fersku vatni.

Sviðsstjóri: Guðni Magnús Eiríksson

Upplýsingatæknisvið

Þróun, hönnun, smíði og rekstur upplýsingakerfa og umsjón með gagnasöfnum

Sviðsstjóri: Sigurjón Friðjónsson