Fara beint í efnið

Vinnustaðurinn

Fiskistofa leggur áherslu á metnaðarfullt starfsumhverfi með það að markmiði að byggja upp trausta liðsheild. Með áherslu á traust, virðingu og framsækni nær stofnunin markmiðum sínum með árangursríkum hætti.

Starfsmenn Fiskistofu eru: 57

  • Karlar: 39

  • Konur: 18

Aldursdreifing

Betri vinnutími - sveigjanleiki

Hjá Fiskistofu er búið að innleiða styttingu vinnuvikunnar og er vinnuvikan 36 klukkustundir hjá skrifstofufólki. Fiskistofa leggur áherslu á að skapa starfsfólki aðstæður til að samræma kröfur vinnu og annarra þátta lífsins. Í nútíma starfsumhverfi nýtir Fiskistofa sífellda þróun tækninnar þar sem stofnunin er staðsett á 6 mismunandi starfsstöðum. Starfsfólk fær svigrúm til að vinna í fjarvinnu.

Vinnuumhverfi

Fiskistofa leggur áherslu á að starfsumhverfið einkennis af fagmennsku, heiðarleika, trausti, góðu upplýsingaflæði og virðingu. Fiskistofa leggur áherslu að vinnuaðstaða og tækjakostur sé í samræmi við þau verkefni og viðfangsefni sem starfið krefst hverju sinni.

Áhugaverð verkefni

Verkefni Fiskistofu eru gríðarlega fjölbreytt, meðal annars gagnagreining, kvótakerfi Íslendinga, forritun, hönnun, útgáfa margskonar leyfa, drónaflug, mannauðsmál, skjalamál, fjármál, þjónusta, stjórnsýsla, eftirlit með veiðum, alþjóðleg samvinna og þróunarverkefni.

Starfsþróun

Fiskistofa leggur mikla áherslu á stafrænar umbreytingar ásamt því að tryggja að starfsfólk sé í stakk búið fyrir breytt vinnuumhverfi. Fræðsla og þjálfun er sameiginlegt verkefni starfsmanna og yfirmanns til að viðhalda hæfni og þróun í starfi. Á hverju ári er gefin út fræðsluáætlun þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og öðlast nýja færni.

Góður starfsandi

Fiskistofa leggur mikið upp úr því að starfsfólk hafi gaman í vinnunni, samskipti séu jákvæð og góður andi ríki á vinnustaðnum. Hjá Fiskistofu starfar öflugt starfsmannafélag sem stendur reglulega fyrir viðburðum fyrir starfsfólk.

Heilsuefling – jafnvægi og vellíðan

Fiskistofa leggur mikla áherslu á líkamlega og andlega heilsu. Fiskistofa styður starfsmenn sína með styrkjum, samgöngusamningnum, fræðslu og fleira. Fiskistofa leggur áherslu á að starfsmenn upplifi jafnvægi, vellíðan og geti samræmt starfsskyldur og fjölskylduábyrgð eins og kostur er.

Jafnrétti

Fiskistofa leggur áherslu að starfsmenn fái jöfn tækifæri.  Fiskistofa hefur hlotið jafnlaunavottun á grundvelli staðals ÍST 85:2012. Með innleiðingu jafnalaunakerfis samkvæmt jafnlaunastaðli er tryggt að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum séu rekjanlegar, byggi á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér mismunun.